Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 10
vcrksviÖ hennar sé i'yrsl og fremst afnámið á arÖráni
verzlunarauÖvaldsins. Samvinnuhreyfingin er því and-
slæð auðvaldinu og skipulagi þess og á þvi bæði vegna
eðlis síns, stefnu og stéttanna, sem hún berst íyrir, að
sjálfsögðu samleið með verklýðshreyfingunni. Tak-
mark beggja er að umskapa þjóðfélagið þannig að
liver vinnandi maður verði frjáls, sé ekki lengur und-
irorpinn arðráni og yfirráðum annara manna, er eigi
þau tæki, sem vinnandi rtéttirnar byggja tilvoru sína á.
Til þess að fá fjöldann 1:1 að vinna að þessu takmarlci,
verður að vekja hvern vinnandi mann, við sjó og í
sveit, til meðvitundar um gildi hans i mannfélaginu,
þannig að vinnustéttirnar nái fullu rédlæti. Samstint
við aðra vinnandi menn, lil að umskapa þjóðfélagið
þannig að vinnustéttimar nái fullu réttlæti. Samstillt
barátta vinnandi stéttanna hlaut því að vera grund-
völlurinn og fyrsta skilyrðið fyrir sigri 1 frelsisbaráttu
þeirra.
Samvinnustefnan var fram lil 1938 að langmestu
leyti hreyfing sveitaalþýðunnar. En "lþýða sveitanna
átti ekki aðeins að eiga samleið með verklýðshreyfingu
kaupstaðanna végna skyldra takmarka í þjóðfél«r<sleg-
um endursköpunarhreyfingum. Landbúnaðarverka-
menn áttu auk þess beinlínis sameiginlegra hagsmuna
að gæta með verkalýð kaupstaðanna sem launþegar.
En einnig og einmitt sem starfandi framleiðendur á
meginþorri bændanna samleið með verkalýðnum, af
því flestir bændur lil'a af vinnu sinni en ekki eign.
Bændaalþýðan íslenzka þarf, ef henni á að vegna
vel, að geta. verið frjáls framleiðandi á afurðum, sem
mestmegnis seljast góðu verði á innlendum markaði.
Og þeim markaði þarf hún að geta stjórnað í samráði
við alþýðu bæjanna, þannig að kreppurnar og cðrar
afleiðingar auðvaldsskipulgsins ekki eyðileggi bænda-
stéttina. Til þess að verða frjáls framleiðandi ríður
mest á því fyrir bóndann að ráða sjálfur raunverulega
jörð sinni og framleiðslutækjum. Jörðin má því sízt
90