Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 100
efnum verkalýðsins í styrjöldinni. Alþýðan má ekki
láta það viðgangast að hún sé tengd við markmið
heimsvaldastefnunnar. það er auðvitað rangt að leggja
hugmyndamælikvarða friðarbandalagsins á núverándi
slyrjöld. Brezku heimsvaldasinnunum Lókst að hindra
myndun friðarbandalagsins vegna veikleika lýðræðis-
hreyfingar Vestur-Evrópu, og af því leiddi griðasátt-
máli Sovétrikjanna og Þýzkalands, sem hin eina færa
leið fyi-st ekki varð af bandalaginu. En þetta skapar al-
gerlega nýtt ástand i alþjóðamálum, og það væri hættu-
leg blindni að ætla að ríghalda í hugtök ,er heyra til að-
stæðum, sem ekki eru lengur til. Vér komumst ekki hjá
því að snúast við liinuni nýju aðstæðum, er gera óhjá-
kvæmilegt að verkalýðshreyfingin grannskoði afstöðu
sina lil málanna. Alþýðustjórn Sovétríkjanna hrást við
þessum breyttu aðstæðum með miskunnarlausu raun-
sæi, og sá hvérnig i þeim var bezt hægt að vinna mál-
stað heimssósíalismans. Verkalýðsstétt Vestur- og Mið-
Evrópu kemst ekki hjá því að bregðast við aðstöðu-
breytingúnni og hinum erfiðu vandamálum styrjald-
arinriar með erigu minna raunsæi og dirfsku, skil-
greina verkefnin og gera sér Ijósl hið sögulega hlut-
verk er hennar bíður í áslandi þvi sem er að skapasl.
Hlufverk hinnar brezku heíms*
valdadrotfnunar.
Til þess að ákveða stefnu vora þurl'um vér að skil-
greina með sérstakri gaumgæfni lilutverk hinnar
brezku heimsvaldadrotlnunar eins og nú stendur á.
Afturhaldsbandalagið gegn Sovétríkjunum, með Týzka-
land í fararbroddi, hefur beðið alvarlegan hnekki.
Frámsókn Rauða hersins hindrar sókn nazismans til
Austur-Evrópu. En jafníramt þessu verður breyling
á hlutverki hinnar brezku heimsvaldadrottnunar.
180