Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 101
Táknandi merki um hana er hin ákafa æsingaherferS
brezkra blaÖa gegn Sovétríkjunum, einkum í blöðum
Frjálslyndra og Verkamannaflokksins, á sama tíma
og RauÖi herinn kom til hjálpar þjóöunum í Vestur-
Hvítarússlandi, Vestur-Úkraínu og Austur-Póllandi.
Undir þeim kringumstæSum veröur krafa Green-
wood’s um „endurreisn Póllands”, (án þess að skil-
greint sé hvaÖ viö er átt með „Póllandi”) ekki krafa
um lausn þjóöa undan kúgun, heldur hvatning til
árásarstyrjaldar gegn Sovétríkjunum, í þeim tilgangi
aö setja á ný hálf-fasistiskt stjórnarfar yfir þjóöerna-
minnihluta, er voru rifnir úr tengslum viÖ land sitt
meö ránsherferð, en hafa nú verið leystir undan þjóð-
ernakúgun og þjóðfélagskúgun jafnframt. „Hin fransk-
hrezku stríðsmarkmið innifela endurreisn Póllands og
snerta því Sovétríkin” (Times, 23. sept. 1939). Áróðr-
inum gegn nazisma er meir og meir snúið í áróður
gegn „einræði” almennt. En það er ekki nóg með að
þetta mál snerti Sovétríkin, það snertir einnig þróun
hyltingarinnar í Miö-Evrópu. Auk endurreisnar Pól-
lands hafa Bandamenn lýst yfir aðeins einu stríöstak-
marki: „Útþurrkun Hitlerismans”. Hvað er meint með
því? Peirri spurningu fæst ekki svaraö. Aö sjálfsögðu
er kollvörpun Hitlersstjórnarinnar hlútverk þýzku
þjóðarinnar, en gerist ekki á þann hátt að ný stjórn
sé sett yfir landið með utanaðkomandi hernaðaraö-
gerðum. En þetta tvíræða slagorð er hægt að nota til
að hylja ránsfyrirætlanir hinna brezku heimsvalda-
sinna og þann ásetning þeirra að neyða up]> á Pýzka-
land nýrri tegund afturhaldsstjórnar til að kyrkja
þýzku alþýöuhreyfinguna. Einmitl baráttan gegn öll-
um styrjaldarmarkmiðum auðvaldsins verður á-
kaflega þýðingarmikil. Vitúndin um fyrirætlanir hinna
gráðugu heimsvaldasinna, er stefna að nýjum og verri
Versalasamningum, hlýlur að styrkja lak fasistiska
einræðisins á þýzku þjóðinni.
181