Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 66
Sfraumhvörf í skólamálum
Effír Gíls Guðtntindsson,
Hinir síöari tímar hafa verið atburðaríkir á marga
lund og stormasamir i nieira lagi. Breytingar hai'a átt
átt sér stað á öllum sviðum ,stórkostlegri og gagngerð-
ari en nokkru sinni fyrr. Flest gildi eru tekin til nýrr-
ar athugunar og endurmat þeirra fer fram. Margt það
sem áður þótti mikils um vert, er nú litils metið eða
dæmt gersamlega einskis nýll. Aftur á móti hefur ann-
að, sem lítið þótti til koma, i'engið aukið gildi og telst
nú til fremstu menningarvei'ðmæta. Breytingar hafa
orðið á sviði stjórnmála, gömul ríki og skipulagshætl-
ir hnigið til grunna, en annað risið upp i staðinn. Gagn-
gerðar byltingar hal'a orðið í héimspeki og hVerskon-
ar vísindum, bókmenntum og listum. Nýjar kenningar
hafa komið lram og nýjar uppgötvanir verið gerðai',
sem viku því burt sem l'yrir var. I stuttu máli sagl:
Hvarvetna hafa verið tímar upplausnar og nýmótun-
ar. Gamalt og nýtt hefur barizt um völdin og ýmsum
vegnað betur. Pó hefur liið nýja oftast náð fótfestu i
einhverri mynd.
Á sviði uppeldismálanna hafa einnig orðið liarðar
sviftingar milli j>ess gamla og nýja. Par hal'a öldurnar
líka risið hátt og umrót mikið ált sér stað. Enda má
óhætt segja, að breytingar þær, sem orðið liafa á þeim
vettvangi síðustu áratugina, m ga kallast hrein og bein
bylling. Svo stórkostlegar og gagngerðar eru þær á
margan hátt.
Barnasálarfræðin er einhver yngsla vísindagrein
vorra tíma. En þótt saga hennar sé enn stutt, hafa þó
nú þegar komið í ljós hmir merkilegustu hlutir. Fekk-
ing sú, sem á þann hátt hefur fengizt á barninu, eðli
þess, hæfileikum og hvötum hefur orðið lil að benda á
146