Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 9
vægislist Jónasar og pólitískan vanþroska alþýðuhreyf-
ingarinnar á íslandi, hve lengi Jónas hefur getað leik-
ið þessa list sina.
2. Með S. í. S. að vopní og beendurna
í faumí „tníllíflokksíns",
Uppbyggingin a valdakerfi Jónasar er að vissu leyti
list, sem köngulóarvefur. Miðdepillinn i valdakerfinu
er stjórnin á SfS. Andlega ívafið er milliflokkskenn-
ingin. Hin pólitíska uppeldisstofnun kerfisins og löng-
um andlegi aflgjafinn er Samvinnuskólinn.
Jónas frá Hriflu er einsdæmi meðal fslendinga í þvi
að hafa áhrif á menn og beila þeim fyrir sig, jafnvel
án þess þeir viti sjálfir af. Fáir menn hér hafa skilið
betur en hann gildi mannvalsins, nauðsynina á því aS
ala upp menn handa kerfi sínu og — varðveita þá
fyrir raunhæfri hugsjónaást og staðfastri róttækni. En
þar sem tilgangurinn með mannvali hans er eins og
raun ber vitni um, þá undrar engan, þó mannl'yrir-
litning sú, sem frá upphafi var sterkur þállur í eðlisl'ari
Jónasar, hafi aukizt með aldrinum, því fleiri sem hann
náði að beygja, umskapa og — spilla.
Samvinnuhreyfingin vár framan af einhver lirein-
asta undirstéttarhreyfmg á fslandi, hvað hagsmuna-
baráttu og hugsjónir snerti. IJún á sér hina glæsileg-
ustu sögu um fórnfúst braulryðjendastarí, um sam-
eiginleg álök bændaalþýðunnar og eldmóði iyllta leið-
toga, sem helga málefninu og velferð fjöldans krafta
sína og líf. Samvinnuhreyfingin er sjálf hér sem er-
lendis, raunverulega þáttur úr hinni viðtæku hreyf-
ingu sósíalismans, sprottin upp í íslenzkum jarðvegi,
eins og verkamannasamtökin, þó hún hafi síðar margt
gotl lært af erlendum fyrirmyndum, eins og verka-
mannfélögin einnig gerðu. Takmark samvinnulireyf-
ingarinnar er að vinna að afnámi alls arðráns, þó aðal-
39