Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 47
legri viðureign ganga erfiðar glín:an við þá fyrver-
andi „vinstri” Framsóknarmenn, sem siðferðisleg með-
vitund og fræðileg þekking að engu leyti hamla, að því
er séð verður. En þar með verður ekki sagt, að þeir
geti ekki orðið honum sjálfum því hættulegri keppi-
nautar um hylli burgeisastéttarinnar. Hermann Jónas-
son hefur brotist áfram eftir braut, sem virðist ein-
mitt á sama hátt og hjá Jónasi eingöngu hafa persónu-
leg völd að takmarki, hamingjusamlega laus við svona
veilur, sem Jónas gæti notað sér. Pessvegna hefur hon-
um tekizt að feta svo vel í fótspoi' Jónasar, „fara í
vökina hans”, að Jónas hefur sjálfur ekki fengið að-
gert. Hermann er einmitt einkennandi fyrir þá tegund
stjófiurtálamanna, sem burgeisastéttin þarfnast á því
límabili, sem hún hefur ekki lengur neitt menningar-
legt, siðferðilegt eða framfarahlutverk að vinna. Pví
það er ekki alltaf heppilegast, að heilarnir, sem hugsa
fyrir borgarastéttina (eins og Jónas nú), framkvæmi
sjálfir það, sem þeir hafa hugsað. Til þess þarf oftast
óvandaðri, „brutalari” verkfæri. Hermann Jónasson
hefur því vafalaust nokkra framtíð enn um hríð í ís-
lenzkri pólitík.
Eyðilegging Jónasar á beztu mönnum Framsóknar
fer auðvitað mjög vinsamlega fram. Valdabraut hans
liggur yfir andleg lík beztu samherjanna og sviknar
hugsjónir íjöldans. En nú er hún komin að þeim á-
tanga, að ekki verður lengur haldið áfram á grundvelli
jafnvægisblekkinganna. ög þegar Jónas endánlega af-
hendir valdakerfi sitt spilltasta hluta burgeisastéttai'-
innar, þá reynir um leið endanlega á framsóknina i
„Framsókn”, hvort hún rís upp frá dauðum og tekur
upp baráttu fyrir fornum hugsjónum flokksins, eða
hvort hún nú deyr einnig sínum líkamlega dauða.
Gildi Jónasar frá Hriflu fyrir íslenzku burgeisastétt-
ina er ótvírætt. Valdakerfi það, sem hann manna mest
hefur unnið að að skapa, er ómetanlegt vopn í hönd-
um þjóðfélagslega veikrar yfirstéttar. En þetta valda-
127