Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 15
aö starfsemin myndi, er stundir liðu fram, snúast i
hagsmunabaráttu einvörðungu, meðan eldur hugsjón-
anna félli í fölskva hjá gröfum frumherjanna, enda
væri þá með öllu unnið fyrir gig, með.því að raunveru-
legt gildi sérhverrar félagsmálahreyfingar og umbóta-
viðleitni manna væri fólgið í þeirri þróun, er hún fengi
oi’kað i andlegum og siðferðilegum efnum”. Jónas
Porbergsson vitnar þannig í ummæli Hallgríms Krist-
inssonar við sig .Andvari 54. árg. 1929, bls. 24).
Hugsjónir eru ekki í háu gengi nú hjá þeim flokk-
um, sem annars telja sig vera að berjast fyrir hug-
sjónum fjöldans. Er þetta eitt dæmið um það, hve
spilltir þessir flokkar eru orðnir. En það er dýrkeypl
reynsla alþýðunnar, að meðan tryggðin helzt við hug-
sjónirnar, þá eru og samtökin að þjóna hagsmunum
fjöldans. En þegar hugsjónirnar eru kulnaðar út, þá
er það venjulega tákn þess að samtökin séu orðin
„einkafyrirtæki” nokkurra svokaliaðra foringja. Petta
stafar af því, sem Marx á einum stað skýrir mjög vel,
að hugsjónin verður vald, er hún grípur fjöldann og
liún gripur fjöldann, þegar hún er róttæk, skírskotar
til mannsins sjálfs. Þessvegna kappkosla þeir stjórn-
málamenn, sem óttast vald þess i'jölda, er finnur til
manngildis síns, að hindra það að meðvitund fjöldans
um vald sitt vaxi. Og hafi sú meðvitund þegar skap-
ast, þá reyna þeir að kæfa hana. En með því eru þeir
að 'reyna að drepa þá liugsjón, sem breytir fjöldanum
úr verkfærum stjórmnálabraskaranna í lifandi, virka
heild, sem sjálf setur sér sitt eigið glæsilega takmark
og nær því.
Saga hugsjónanna og ræktarinnar við þær í Fram-
sókn og Alþýðuflokknum er um leið sagan af áhrifum
og völdum alþýðunnar i þessum flokkum. Völd hug-
sjónanna og áhrif alþýðunnar standa í öfugu hlut-
falli við velgengni „foringjanna” og valdabraut þeirra.
Pað er sorgarsaga þessara flokka og íslenzkrar alþýðu,
að svo miklu leyti, sem lum hefur treyst þeim. En það
95