Réttur - 01.09.1940, Síða 9
undirmatstilfinninguna sem lífsveganesti og hávaða-
> mennska þeirra er mótvægi hennar. Þeim hættir oft
við að halda að nauðsyn' sé að losna við allt, sem
kallast borgaraleg menning og borgaralegt siðgæði.
Á seinni árum hafa menn með þessu gáfnafari flest-
f ir hafnað í nazisma.
Þá eru og til menn, sem viö getum kallað skinsó-
síalista — samanb. skinhelgi — það eru mennirnir,
sem nota stéttarbaráttuna sjálfum sér til framdrátt-
ar. Þetta eru siðferöilega gallaðir menn, sem ekki eru
færir um að uppfylla þær siðgæðiskröfur, sem hvert
þjóðfélag þarf aö gera til þegna sinna. Þessvegna
prédika þeir afnám hinna fornu dyggða. Þeir skilja
ekki ættjarðarástina af því þá skortir félagskennd.
Þeir slá undan í baráttunni af því að þeir eru snauð-
ir af hugrekki. Og af því að þá skortir þegnskap svíkja
þeir hugsjón sína og stétt, verkalýðinn og mannkyn-
ið og níðast á því, sem þeim er tiltrúað.
V,
* Mun nú ekki komið mál til aö láta sér skiljast
að allir þeir sem af einlægni unna menningunni eiga
samleið og þurfa aö skipuleggja krafta sína í bar-
áttunni hversu margt sem annars kann aö skilja þá;
og hvort, sem þeir standa nær hinum íslenzka
menntafrömuöi eöa erlenda byltingamanni þá er tak-
markið það sama.
Alþýðan, sem ann góðvild og göfgi, hjálpfýsi, sann-
leik, þegnskap og réttlæti, hlýtur að skapa sér það
þjóöfélagsform, sem er fært um að fóstra slíkar
dyggðir.
97