Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 17

Réttur - 01.09.1940, Side 17
að hafa séð heræíingarnar, við fréttaritara blaðsins Pravda (Pravda, 14. sept. 1936): “Skriðdrekastjórar ykkar hafa náð fullkominni leikni í stjórn véla sinna. Þeir sýndu hæsta stig tæknilegrar getu, sem hægt er aö ná, og þaö við öll skilyrði nútíma orustu”. Pierre Cot, fyrrverandi flugmálaráðherra Frakka, ritar í franska tímaritið Vu, 10. júlí, 1935, eftir að hafa dvalið í Sovétríkjunum og kynnt sér RauÖa her- inn: “Þeir (foringjar Rauða hersins, — ritstj.) eru menn, sem hafa nútíma hernaðarfræði og hernaö- artækni fullkomlega á valdi sínu. Þeir eru ungir, gagnrýnigáfa þeirra er vel þroskuð, og þeir bera það með sér, að þeir eru greindir og einbeittir. Menningarlegur sjóndeildarhringur þeirra er víð- ur, og andleg forvitni þeirra (undirstaöa allrar menningar) og hin víötæka þekking þeirra gerðu mig undrandi”. Enski hershöfðinginn Wavell, sem var viðstaddur æfingar Rauöa hersins 1936 (sá, sem stjórnar þessa dagana hinni sigursælu sókn brezkra vélahersveita á hendur ítölum í Egyptalandi og hefur auðsjáanlega allgott vit á nútíma hernaði), segir 1 viðtali, sem Pravda birti 14. sept. 1936: “Hinir æðri foringjar Rauða hersins eru yngri en í flestum öðrum herjum, þar með töldum þeim brezka. Það er mjög ákjósanlegt atriði. Herinn þarfnast ungra og athafnasamra foringja”. í þingræðu 28. febr. 1936 sagði Pierre Cot (skýrsla franska hermálaráðuneytisins): “Flugfloti Sovétríkjanna er orðinn hinn öflugasti í heimi, og hann heldur áfram að eflast óðfiuga”. Þýzki ofurstinn von Biilow ritar í málgagn þýzka hermálaráðuneytisins í desember 1935: “Á undanförnum árum hefur loftfloti Sovét-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.