Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 23

Réttur - 01.09.1940, Side 23
hei’gögnum, og virðist sem her ítala sé í algerri upp- lausn á þessum slóðum. Þó að engu skuli spáð um úr- slit þessarar sóknar, þá er engan veginn ósennilegt, að ítalir bíði úrslitaósigur í Líbýu, því að Bretar virð- ast hafa lært af ósigrunum i Flandri í sumar'og reka nú hernað sinn í Afríku með nútímasniði. En verði þeim sigurs auðið á þessum slóðum, verður það ekki sízt að þakka brezka flotanum, sem ennþá sýnist haia' mestöll ráð á Miöjarðarhafi. Getur hann gert ítölum erfitt að koma til Afríku þeim liðsafla og vistum, sem með þarf, og mætti svo fara, að -það réði úrslitum. Það er farið að hylla undir ragnarökkur ítalska fasismans. Úrslitaósigur í Afríku myndi hann aldrei þola, og Mússólini lægi þá eftir á sorphaugi sögunn- ar. Það gæti að vísu dregizt nokkuð, að Hitler færi sömu leið. En ófyrirsjáanleg áhrif hlyti það að hafa, ef Ítalía gæfist upp. Bretar gætu þá tii dæmis losað um Miðjarðarhafsflotann, sem þeir þarfnast svo mjög til þess að taka upp baráttuna við kafbáta Þjóöverja. Hér skal þó sleppt frekari bollaleggingum, en beðið og séð hvað setur. Innlend vldsfá. Viðskipti brezka setuliðsins við íslendinga. í síðustu viðsjá er þar frá horfið, sem skýrt er frá hertöku islands og Jónas frá Hriflu ritaði sem hjart- næmast um það hver ráð skyldi upp taka til að vernda brezka setuliöið fyrir íslenzkum stúlkum. Brezka setuliðið lét vita, að það kærði sig ekki um þessa “vernd” og fyrirskipaöi að engar hömlur skyldu lagöar á samvistir brezkra hermanna og íslenzkra kvenna, sem komnar eru yfir 16 ára aldur. íslenzk yfirvöld heyrðu og hlýddu, en Jónas hefur látið sér í \ 111

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.