Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 40

Réttur - 01.09.1940, Page 40
Höfuöverkefnum flokksins í nánustu framtíð má skipta í þrjú aöalatriði, sem þó eru nátengd hvert ööru og veröa ekki aöskilin í starfi flokksins: I. Baráttan fyrir daglegum hagsmunum og réttind- um alþýðunnar í landinu gegn afturhaldinu, hinni opinberu spillingu og fasistisku þróun. II. Baráttan fyrir sjálfstæöi landsins. III. Undirbúningur alþýðunnar undir valdatökuna og framkvæmd sósíalismans. í einstökum atriöum verður flokkurinn aö leggja áherzlu á eftirfarandi mál: 1. Djarfleg barátta fyrir hagsmunum og rétti ís- lendinga í viðskiptunum viö brezka setuliöiö eöa hvert þaö hervald, sem tökum nær á íslandi. 2. Frelsi og eining verkalýðssamtakanna og afnám ófrelsisákvæða vinnulöggjafarinnar. 3. Hækkuö laun með vaxandi dýrtíð. 4. Barátta gegn atvinnuleysinu, fyrir auknum verk- legum framkvæmdum, fyrir aukningu fiskiflotans, nýjum verksmiöjum fyrir sjávarútveginn og annarri hagnýtingu landsgæða. 5. Barátta gegn dýrtíðinni; afnám innflutningshaft- anna. 6. Barátta gegn drottnun Thorsara- og Landsbanka- klíkunnar í fjármála- og atvinnulífi þjóðarinnar. v 7. Barátta gegn spillingunni og mútukerfinu í op- inberu lífi. 8. Barátta fyrir lýðréttindum fólksins, gegn ein- ræðis- og ofsóknarstefnu þjóöstjórnarliðsins. 9. Barátta fyrir endurbótum á tryggingalöggjöf- inni og fátækralöggjöfinni, fyrir ráöstöfunum til að tryggja fólki sæmilegt húsnæði og annari félagsmála- löggjöf. 10. Barátta fyrir margháttuöum ráðstöfunum til hagsmuna fyrir fátæka bændur, umbótum á skipun afurðasölunnar, umbótum á jarðræktarlögunum, 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.