Réttur - 01.09.1940, Síða 49
lagt fyrir mig af brezka utanríkismálaráöherranum,
að tilkynna íslenzku ríkisstjórninni án, tafar, aö með
tilliti til þýzku innrásarinnar í Noreg og hertöku Dan-
merkur, þá óttast brezka ríkisstjómin, aö áðstað Is-
lands sé orðin mjög viðsjárverö.
Hinsvegar hefur brezka stjórnin ákveðið að hindra
það, að Island hljóti sömu örlög og Danmörk, og mun
gera hverja þá ráðstöfun, sem nauðsynleg er, til
þessa. Slík ráðstöfun kann að útheimta þaö, aö
brezku ríkisstjórninni verði veittar vissar tilslakanir
á sjálfu Islandi, Brezka ríkisstjórnin gerir ráð fyrir,
aö íslenzka ríkisstjórnin muni í eigin þágu veita slík-
ar tilslakanir jafnskjótt og brezka ríkisstjórnin kann
að þarfnast þeirra, og aö hún muni yfir höfuð ljá
samvinnu sína við brezku ríkisstjómina sem hernaö-
araðili og bandamaður.
Kveðjuorð”.
Það var strax sýnt af bréfi þessu hvað verða vildi.
íslendingum voru settir tveir kostir. Annar að ganga
í hernaðarbandalag við England, en hinn að enskur
her gerði við ísland það, sem honum þætti nauðsyn
til, m. ö. o. hertæki landið. Var þetta brezka konungs-
bréf hin alvarlegasta hótun íslenzku sjálfstæði, sem
því hafði verið sýnt frá því 1262, að höfðingjar lands-
ins létu Hákon konung og Gissur jarl þröngva sér til
skattgreiðslu.
Hver þjóðholl ríkisstjórn, sem slíkt bréf hefði fengið
hefði litið á það, sem fyrstu skyldu sína aö kveða Al-
þingi saman á lokaðan fund, til að láta fulltrúa þjóð-
arinnar ráða þar ráðum sínum, hversu bregðast
skyldi við hótun þessari, og fyrir stjórn Hermanns
Jónassonar voru því hægari heimatökin sem Alþingi
var á fundum um þessar mundir.
En þetta gerði ríkisstjórnin ekki. Henni virtist þvert
á móti umhugað að um mál þetta fjölluðu þeir einir,
er svo handgengnir voru brezku auðvaldi eða ríkis-
stjóminni ,að hún mætti þar ein öllu ráða. En það
var mál manna að þjóö'stjórnin hefði verið mynduö
137