Réttur - 01.09.1940, Síða 51
um itrasta hlutleysis verði komizt hjá allri hættu
um skerðingu á því.
Um leið og rikisstjórnin hefur nú svarað áður-
nefndu erindi yðar, með ósk um, að svarið verði eins
íljótt og mögulegt er kunngert brezka utanríkismála-
ráðherranum, vil ég að endingu láta í ljós þá einlægu
von mína, aö bfezka ríkisstjórnin muni taka þessari
ákvöröun íslenzku ríkisstjórnarinnar með velvild og
skilningi.
Kveðjuorð”.
i
Þaó hafa menn fyrir satt, að Héðinn Valdimarsson
hafi á þessum leynifundi þeirra höfðingjanna mælt
með því að gengið væri aö því tilboöi Englenúinga að
gerast hernaöaraöili og bandamaöur þeirra, enda
haföi hann áöur lagt til að ísland geröist hluti af
hinu brezka heimsveldi.
En Alþingi var algerlega leynt því sem fram fór —
sem og öll þjóðin. Er ekki ólíklegt að síðar meir eigi
fleiri kurl éftir að koma til grafar um undirbúning
hertökunnar hér á landi og vitorð íslendinga þar á.
Einkum hvílir hula mikil yfir starfi og samningum
^ hinnar svokölluðu viðskiptanefndar, er send hafði
verið til Englands eftir að styrjöld hófst og dvaldist
i Englandi um langt skeiö.
Hin opinbera yfirlýsing Alþingis um að konungs-
* valdið væri flutt inn í landiö, var af hálfu ríkisstjórn-
arinnar að því er næst verður komizt, umsamið mál
við stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna, er strax
“viðurkenndu” ísland sem óháð danska konunginum,
en auösjáanlega hafði ríkisstjórn íslands ekki hirt um
að hafa neitt samband við önnur hlutlaus ríki og stór-
veldi um þetta mál. Var einmitt tilætlunin sú að gera
með þessu ísland algerlega háð hinum engilsaxnesku
herveldum.
t Þegar svo hertakan gerðist 10. maí varð þetta allt
enn augljósara. Hver óspillt stjórn hefði tekið inn-
rásarhernum sem fjandmönnum, þó ekki dygði að
139