Réttur - 01.09.1940, Síða 56
Það aö vér íslendingar erum menningarþjóö er
fyrst og fremst bókmenntum vorum að þakka. Meðan
aðrar þjóðir ræktuöu land, plægðu akra og byggöu
steinhús, þá hírðust forfeður vorir í moldarkofum,
brenndu skóginn, ráku rányrkju og — skrifuöu ó-
dauðlegar bókmenntir. Meöan aörar þjóöir efldu
verklega tækni, sköpuðu málara- og myndhöggvara-
list, reistu byggingalistinni óbrotgjarna bautasteina,
— þá fór íslenzka þjóðin alls þessa á mis, — en hún
ól við barm sér sögur íslendinga, útilegumanna, álfa
og drauga, riddara og hetja, í hverskyns listaformum
bókmennta, rímum, sögum, ævintýrum og kvæðum.
Þegar auðvaldsskipulagiö skapar efnahagslega
grundvöllinn fyrir aðrar myndir menningar á íslandi,
allt frá jarðrækt og togaraútgerö til byggingarlistar
og málaralistar, þá verður öll þessi menning fyrst og
fremst alþjóðleg. Þaö er í bókmenntunum framar öllu
sem hin sérkennilega þjóðlega menning íslendinga
lifir og dafnar, Það verður mönnum því ljósara, því
betur sem þeir kynnast alþjóðlegri menningu. Og það
er engin tilviljun að íslenzk tunga og bókmenntir 4
verða mönnum því kærari, sem alþjóöleg menntun
þeirra er meiri. Þaö er einkennandi í því sambandi, að
sá íslendingur, sem einna bezt mun menntur á al-
þjóðlega vísu, er um leið einhver mesti snillingur á *
íslenzka tungu, sem nú er uppi, og í list sinni þjóð-
legasti rithöfundur vor, — Halldór Kiljan Laxness.
Það ætti vart aö þurfa að lýsa því, hver hætta inn-
taki islenzks þjóðernis, tungunni og bókmenntunum,
er búin af margra ára dvöl fjölmenns, erlends setu-
liðs hér á landi. í sveitunum mun sem fyrr nokkur
vernd í einangruninni, en þó minni en fyrrum. En í
bæjunum sést nú þegar bezt hvert stefnir.
Hér þarf bráöra aögerða við. Og þær aðgerðir
hljóta fyrst og fremst að felast í því að gera íslenzku
menninguna, og þá framar öllu tunguna og bók-
144