Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 58

Réttur - 01.09.1940, Page 58
ingar veröur því fyrst og í'remst háð af verkalýð og beztu menntamönnum íslands gegn afturhaldi yfir- stéttarinnar. Og sú barátta er nú þegar hafin — og með hverjum degi skiptast gleggra í fylkingar beggja megin í þeirri hríð. Ofsókn afturhaldsins gegn þessari þjóðnýtingu menningarinnar er háö undir samskonar vígorðum og fasisminn annarsstaðar heyir baráttu sína fyrir afturförum á öllum sviðum, — vígorðum krossferðar- innar gegn kommúnismanum, Og á sama hátt eins og fasisminn brennimerkir hvern frjálslyndan mann, sem vogar að andæfa honum, sem kommúnista, á sama hátt brennimerkir leiðtogi afturhaldsins hér á andlega sviðinu, Jónas Jónsson, jafnvel menn eins og Árna frá Múla og Vilmund Jónsson sem kommúnista. — íslenzka afturhaldið virðist alveg sérstaklega hafa tekið sér þýzka nazismann til fyrirmyndar í því að skipuleggja ofsóknirnar gegn andstæðingum sínum, beita slíkri skoðanakúgun að ekki hefur þekkst önn- ur eins í lýðræðisþjóðfélögum auðvaldsins og misnota vægðarlaust ríkisvaldiö í þjónustu flokka sinna og blaöa. Undir yfirskyni herferðarinnar gegn kömmúnisma skipuleggur íslenzka afturhaldið ekki aðeins baráttu gegn verkalýðshreyfingunni, heldur og baráttu gegn menningunni á íslandi, gegn allri viðleitni til aö gera þjóðarlíf og þjóðmenningu íslendinga að alþjóðar- eign. Það sýnir sig bezt í afstöðu þess til Máls og menningar. Og með þessu vegur afturhaldið beinlínis að menn- ingarlegri sjálfstæðisbaráttu íslendinga, vinnur í þágu erlendrar yfirdrottnunar og innlimunar. Baráttan fyrir verndun þjóðernis og menningar veröur því óhjákvæmilega barátta gegn afturhaldinu hér á landi, — en barátta fyrir því að hefja alla þjóð- 146

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.