Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 59

Réttur - 01.09.1940, Síða 59
ina upp á hærra stig menningar en hún nokkurntíma hefur staöið á áöur. Frelsisbarátta alþýðunnar og menningarbarátta allra þeirra, er varðveita vilja og efla hið bezta í þjóð- ararfi vorum, hlýtur því óhjákvæmilega að fara sam- an. Baráttan gegn fjárhagslegri og pólitískri innlimun íslands. Fjárhagsleg tengsl íslands við Bretland voru sterk fyrir stríð, en íslendingum var þó frjálst aö mestu hvar þeir seldu vörur sínar og hvar þeir keyptu, nema kolin. En með hertökunni er hafin fjárhagsleg innlimun íslands í hagkerfi Bretlands. íslendingum er nú ó- heimilt að selja vörur sínar, nema meö leyfi brezku auðmannastjórnarinnar. Og íslendingum er óheimilt að kaupa nema frá Englandi og það, sem þeim “af náö” er leyft að kaupa í Bandaríkjunum ,svo þeir geti haldið áfram að vinna fyrir Breta. íslendingum er greitt hátt verð fyrir útflutnings- vörur — í pappírspundum, sem ekki fást yfirfærð í dollara. Og pappírspundið er á frjálsum markaði í New York metiö aðeins sem hálfviröi þess, sem það er skráö hér í hlutfalli við dollar. íslendingar fram- leiða og vinna og eiga eftir fyrsta stríðsárið yfir 50 milljónir pappírskróna inni í Englandi. Meöan þessi inneign fæst ekki yfirfærð í dollara eða vörur keypt- ar fyrir hana á heimsmarkaðsverði, þá er brezka auö- valdið með þessu aö láta íslendinga lána, sér fé eða að hafa af þeim fé meö okri á vörum til þeirra. Brezka auðvaldið leiðir með þessu yfir ísland smámsaman samsvarandi vöruskort og dýrtíð og það hefur leitt yfir Bretland. En með venjulegri yfirstéttarslægð sinni, þá tryggir það um leiö íslenzkri yfirstétt gróða á vandræðunum eins og það lætur brezka auömanna- 147

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.