Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 60

Réttur - 01.09.1940, Page 60
stétt raka saman íé þrátt fyrir neyö alþýöunnar. Gróðinn, sem togaraeigendurnir hér fá, er í rauninni fyrst og fremst á kostnað íslenzkrar alþýðu, því kauþ- geta og fjármagn stríösgróðamannanna hér gefur þeim möguleika til að sölsa undir sig bæði fram- leiöslutæki, allskonar aörar eignir og svo neyzluvöru frá almenningi, auk þess sem þeir meö innanlands- lánum skattskylda sér alþýöuna framvegis, svo ekki sé nú talaö um skattfrelsið. Svikamylla hinna brezku og íslenzku yfirstétta í þessum leik er því auðséö. Og það er skiljanlegt aö burgeisastétt íslands hefur ekki mikiö viö svona innlimun að athuga, Þaö er engin ástæða til aö ætla aö þessi fjárhags- lega innlimun íslands í hagkerfi brezka auömagnsins breytist verulega, ef brezka auövaldið vinnur þetta stríö eða heldur velli. Þaö er engin dul á það dregin af stjórnmálaleiötogum brezku og þýzku burgeisa- stéttanna, aö smáríkin veröi ekki til í sinni gömlu mynd eftir stríö. Meining hins sigrandi auövalds er aö skapa utan um sig samfellt hagkerfi, er gefi því nokkurn kost á að lina fjárhagsleg vandræöi sín á kostnað hinna veikari þjóöa. Erindrekar Bretlands hér á landi eru þegar teknir aö boöa þessa fjárhags- legu innlimun sem fagnaöarboðskap. , Ef svo færi að Bandaríkin tækju ísland herskildi, v þá myndu aö vísu veröa ýmsar fjárhagslegar breyt- ingar hér heima, en sjálf staöreynd hinnar fjárhags- legu innlimunar myndi óhögguö standa, viö yröum bara innlimaðir í hagsmunasvæði auöjötnanna í Wall Street í staö bankavaldsins brezka. Og nú munu flestir íslendingar spyrja: Hvernig fer um stjórnarfarslegt sjálfstæöi vort, ef fjármálaþróun- in verður á þessa leið? Menn þurfa vel aö gera sér þaö ljóst, að fjárhagslega innlimunin er aðalatriðið í málinu, hvort heldur brezka eða Bandaríkjaauðvaldiö á í hlut. Arörán ís- 148 *

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.