Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 73

Réttur - 01.09.1940, Side 73
ir þetta er gifting drottningar, en maður hennar “taldi þaö skyldu sína” aö “hverfa sem sjálfstæður einstakl- ingur inn í líf konu sinnar (svo) taka enga persónulega ábyrgö á sig gagnvart þjóöinni, en gera sína stöðu aö óaðskiljanlegum þætti í stöðu drottningarinnar, — fylla í þær eyður, sem auðvitað hlutu að verða í henn- ar konunglegu staí’frækslu ,vegna þess að hún var kona” (Þau áttu 9 börn og gæfusamt einkalíf). Ann- ars átti þessi dæmalausi “prinsmaki” illa við þá • “glæsilegu stétt, sem var hámenning (svo) Eng- lands”. Lítið bætti um, þó aö lárviðarskáldið Tenny- son “kyrjaði átrúnaö drottningarinnar (á prinsmak- ann) í hljómfögrum ljóðum”. Milljón eftir milljón var ausið 1 minnismerki yfir lík hins “skvapaða”, lífs- þreytta, miðaldra maka, því að “orö og bækur kunna aö vera tvíræðir (svo) minnisvaröar, en hvei getur misskiliö hina sýnilegu (tilsyneladende?) óbrotgirni eirs og steins?” “Góður er hver genginn” gátu Eng- lendingar raunar sagt um þennan dyggðum skrýdda mann. Síðari æviár drottningar smækka viðfangsefni höf. heldur, en gaum má gefa aö einkennum éins og dálæti hennar á Brown, rustalegum þjóni, eða samúð meö herbergisþernum og eldabuskum, þegar “elskar- ar” þeirra voru sendir í herþjónustu til útlanda. Sam- tímis var hún “gírug” í “keisarainnu”-titil yfir Ind- landi og éins dauöþyrst í gullhamra og skjall “og vín- hneigður maður, sem daglega má (maa!) vera án áfengis”, — hana einkenndi “hinn trausti virðuleiki, ívafinn óskyldri, ólmhuga þörf fyrir hið litmikla og kynlega, hinar einkennilegu takmarkanir gáfnafars- ins, hið leyndardómsfulla, hrein-kvenlega frumefni”, og hún var “skrautlegt óhreyfanlegt framreiðsluborð í hinum stóra veizluskála ríkisins”. Mikil öfund hlýtur Snorra Sturlusyni að leika á hlutskipti nútíöarmanna, sem njóta þessarar fyrir- myndar við þjóðlega sagnaritun. 161 /

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.