Réttur


Réttur - 01.01.1968, Síða 9

Réttur - 01.01.1968, Síða 9
(frjálsa rás auðmagnsins) skilyrði fyrir frelsi einstaklingsins. „Þetta viðhorf gerði banda- ríska forráðamenn um þetta leyti hlynnta útþenslustefnu, en andstæða nýlendustofnun. Þeir sóttust eftir mörkuðum, en þeim þótti bæði háskalegt og siðlaust að ráðast á önnur þjóðfélag, bera þau ofurliði og drottna yfir þeim milliliðalaust."*) Þetta viðhorf réð því að t.d. Kúba var ekki innlimuð í byrjun ald- arinnar, eins og innlimunarsinnarnir kröfð- ust, heldur var henni eftirlátið stjórnmálalegt fullveldi, sem huldi í reynda efnahagslega (og pólitíska!) kúgun eyjarinnar undir banda- rískt auðmagn.**) En með því að Banda- rík;n virtu á yfirborðinu pólitískt fullveldi þeirra ríkja sem þau kúguðu efnahagslega, hreinsuðu forráðamenn þeirra sig vísvitandi eða óafvitandi og bandarísku þjóðina í heild af smánarblettum hinnar gömlu nýlendu- stefnu 19- aldar. Þeir blésu sér og öðr- um í brjóst þeirri góðu trú að efnahagsút- þensla sem ekki styddist við nýlendueign, ætti ekkert skylt við heimsvaldastefnu og gerði því ekki annað en færa öðrum þjóðum frelsi og efnahagslegar hagsbætur. „Þetta var því miður ekki sannleikanum samkvæmt. Hið víðtæka efnahagsvald Bandaríkjanna setti bæði gerð þeirra þjóðfélaga, sem það ruddi sér til rúms í, takmarkanir og lagði hömlur á athafnir þeirra, jafnvel þótt völdin héldust formlega — í mörgum tilvikum — áfram í höndum innlendra foringja .... þessvegna var Bandaríkjamönnum dulin sú heimsvaldastefna sem þeir framfylgdu sjálfir á mjög áþreifanlegan hátt."***) *) w- A. Williams: sama rit. **) Arið 1956, tveim árum fyrir valdatöku Castrós, var hlutur bandarísks auðmagns: 90% í símaþjónustu og raf- magnsframleiðslu, 50% í járnbrautunum, 40% í reyr- sykurframl., og 25% í bankastarfscmi (miðað við inn- stæðufé). ***> A. Williams, sama rit. Margumrædd mótsögn í utanríkisstefnu og stjórnmálaheimspeki Bandaríkjanna kristall- aðist í viðbrögðum þeirra við byltingu bol- sjevíka sem túlkuðu ekki aðeins hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða á nýstárlegan hátt, heldur kollvörpuðu og þeirri höfuðfor- sendu að frelsi auðmagnsins eitt mundi geta af sér frjálsa menn. Um þessi viðbrögð farast W. A. Williams svo orð í áður tilvitnaðri ritgerð: „Við það að Wilson og aðrir Banda- ríkjamenn mættu ögrun byltingarinnar með hernaðaríhlutun, í stað þess að hafa í heiðri regluna um sjálfsákvörðunarréttinn, tóku þeir að iðka það sem átti eftir að leiða af sér mikil spjöll og háska: að jafna frelsi við þá tegund frelsis sem viðgengst í Bandaríkjun- um . . . Þær þjóðir sem neyttu ekki frelsis síns til að taka upp og starfa í samræmi við „frjáls-verzlun-frjálsir menn"-stefnuna urðu í æ ríkari mæli meðhöndlaðar sem viðfang (objekt) — hlutir, sem heimilt væri að hand- leika og útrýma, ef nauðsyn krefði, svo að hinn eini sanni lífsháttur mætti ríkja. Og í huga Bandaríkjamanna varð sérhver röskun á status quo — óbreyttu ástandi — ógnun sem þeir höfðu ekki leyfi til að horfa fram hjá. Þannig varð íhlutunarstefnan að lífs- hætti. Um það leyti sem síðari heimsstyrjöld- inni lauk, þegar bolsjevíkar ítrekuðu ögrun sína samtímis því sem mörg ríki voru stað- ráðin í að neyta sjálfsákvörðunarréttarins á annan veg en á bandaríska vísu, voru Banda- ríkin komin svo langt á leið sinni að hlutgera heilar þjóðir, að þau beittu atómvopnum á þeim forsendum að slík aðgerð væri mannúð- legasta leiðin til að verja og útvíkka frelsið. Því er ekki kyn þótt Bandaríkin teldu nauðsyn bera til þess að skerast í leikinn hverju sinni sem ríki reyndi — eða virtist ætla að reyna — að neyta frelsis síns og sjálfsákvörðunarréttar með þeim hætti að kreddan: frjáls verzlun — frjálsir menn, væri 9

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.