Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 22
ust og náð mestum árangri, enda öðrum vold- ugri. Bandarísk fjárfesting í Afríku nam að- eins 248 miljónum dollara árið 1950, en var orðin 1629 miljónir árið 1966 og hafði auk- izt um helming frá því 1960. Það var á forsetaárum John F. Kennedys sem sú stefna var tekin upp að búa einkum í haginn fyrir framtíðarnýtingu auðlinda Ar- ríku sem ónumins lands, er gæti skilað ó- hemjugróða, í stað þess að reyna að kaupa ráðamenn til fylgis um stundarsakir. Bein bandarísk „aðstoð" hefur á sama tíma gengið í bylgjum og farið minnkandi. Hún var 185 miljónir árið 1959, 326 miljónir árið 1962 og aðeins 176 miljónir dollara árið 1966. (Sjá línurit). Af hinni bandarísku fjárfestingu eru 22 prósent í málmvinnslu, 51 prósent í orku- vinnslu, en aðeins 14 prósent í eiginlegri iðn- aðarframleiðslu til fullvinnslu varnings. Sá hluti er auk þess næstum allur í Suður-Afríku, eða 192 miljónir af 225. Nær helm'ngi fjár- festingarinnar hefur verið varið til olíu- vinnslu. Af þessu er Ijóst, að áhugi Banda- r/kjanna beinist framar öllu að hráefnalind- unum, sem líka eðlilegt er frá þeirra gróða- sjónarmiði. Lengi höfðu bandarísk auðfyrirtæki stefnt að því að ná auðlindum Afríku úr höndum gömlu nýlenduveldanna. Af þeim sökum sýndu Bandaríkjamenn frelsishreyfingum í Afríku lengi vel a.m.k. velviljað hlutleysi og höfðu gjarnan í frammi fögur orð um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða og annað í líkum dúr. Ekki var þá sparað að minna á, að Norður- Ameríka hefði á sínum tíma verið nýlenda Evrópuþjóða. Þetta kom hvarvetna fram á alþjóðavettvangi, þótt ekki væri nema á stúdenta- og æskulýðsþingum, en þar var á þessum árum helzt að hitta fulltrúa frá Af- ríku, sem gegndu áþekku hlutverki og ís- lenzkir Hafnarstúdentar á 19- öld. Því heyrð- ist þá stundum haldið fram, að bandarísku fulltrúarnir, t.d. USNSA (United States Nati- onal Student Association), væru öðrum þræði útsendarar bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) og þæðu laun þaðan, en það vorum við frá vesturlöndum tregir að leggja trúnað á. Það hefur þó fyrir skömmu komið í Ijós, að rétt var hermt, eins og mönnum mun í fersku minni. A þessum árum voru Banda- ríkjamenn því hlynntir, að Afríkulönd losn- uðu undan yfirráðum Breta og Frakka, svo að þeir gætu öðlazt aðgang að þeim síðar. Nú hefur orðið gerbreyting á afstöðu þeirra, og Bandaríkin leggja mikla áherzlu á að berjast leynt og ljóst gegn hverri hræringu þessara þjóða í þá átt að tryggja efnahags- Iegt sjálfstæði sitt. Nú er ekki heldur skirrzt við að ýta und'r blóðugt ofbeldi til að auð- velda athafnafrelsi bandarískra fyrirtækja. Kongó er enn sem fyrr glöggt dæmi um þennan gráa Ieik.*) Moise Tshombe, trún- aðarmaður evrópska auðhringsins Union Miniére, var látinn í friði, meðan verið var með aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna að brjóta hin þjóðlegu öfl í landinu á bak afmr. Þegar nógu tryggilega þótti frá því gengið, h'ndruðu Bandaríkin ekki lengur, að Sam- e'nuðu þjóðirnar Iétu til skarar skríða gegn Tshombe, sem auðvitað reyndist tiltölulega létt verk og löðurmannlegt. Síðan hófu Bandaríkin efnahagssókn sína inn í Kongó og veittu Mobútú hershöfðingja fyrir skömmu drencilega hernaðaraðstoð til að berja niður málaliðana, sem hann hafði áður stuðzt við. Enda á Rockefellerhringurinn nú þegar drjúg ítök í Kongó. Annað dæmi er enn á döfinni í Nígeríu. Sambandsstjórnin þar hefur verið treg til að veita bandarískum (og evrópsk- um) fyrirtækjum það olnbogarými, sem þau girnast. Og þá var ekki að sökum að spyrja. •) Sjá 1. hefti Réttar 1961, bls. 72—96. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.