Réttur


Réttur - 01.01.1968, Síða 61

Réttur - 01.01.1968, Síða 61
svæfa stolt sitt, eyðileggja manngildi sitt. — En jafnframt þessum vandamálum má ekki gleyma að stór hluti verkalýðs háþró- aðra iðnaðarlanda býr við fátækt, (t.d. fjórð- ungur íbúa U.S.A) og svertingjaóeirðirnar í Bandaríkjunum sýna að þetta fólk er ekki aðeins hugsanlegt, heldur og raunverulegt byltingarafl gegn auðvaldsskipulaginu nú þegar. EINING STRÍÐANDI ALÞYÐU HEIMS Það er hið mikla vandamál í stjórnlist alþýðuhreyfingarinnar í heiminum að skapa samstöðu milli verkalýðs háþróaðra auðvalds- landa annarsvegar og hins sífjölgandi aragrúa bláfátæks og kúgaðs alþýðufólks hins þriðja heims. Það er greinilegt að þrátt fyrir gífurlegan aðstöðumun þá eiga þessar alþýðustéttir all- ar samleið í baráttunni gegn auðvaldi stór- iðjulandanna og imperialisma þess. Alþýða þróunarlandanna heyr baráttuna við dauð- ann af völdum þessa auðvalds hvern dag, jafnt þar sem „friður" kúgunarinnar og kirkjugarðsins ríkir sem í Vietnam þar sem honum er spúð úr drápstækjum stríðsgróða- mannanna dag hvern. Og verkalýður stór- iðjulandanna stendur í návígi gagnvart því auðvaldi, sem gemr í ofstæki sínu og vitstola drottnunaræði þurrkað út mannlífið á jörð- unni í eitt skipti fyrir öll í atomstríði. Framtíð lífsins á jörðunni, framtíð þess- ara alþýðustétta er undir því komin að þær taki höndum saman um að svipta auðvalds- stéttir veraldarinnar völdum. Það er svo ann- að vandamál sem ei verður rætt hér að sam- stilla þessa baráttu alþýðunnar í auðvalds- og þróunarlöndum baráttu hinna sósíalistísku ríkja, þess þriðjungs heims, sem því miður er nú innbyrðis sundurþykkur. Vandamálin eru því vissulega mörg og erfið, en öflin, sem hag hafa af róttækri lausn þeirra, eru nú orðin svo voldug og sterk um alla jarðarkringluna að sigur þeirra er öruggur, hvenær sem þau sameinast, — ef mannkynið á annað borð kemst lifandi út úr hættulegustu kreppu lífs síns á jörðunni. E. O. (Við samningu þessarar greinar er stuðst við heimildir úr World Marxist Review, skýrslu FAO (matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna) og Formne, bandaríska viðskiptatímaritinu. Enn fremur eru sumpart hagnýttar og rædd- ar skoðanir, er fram koma í þessum greinum: Ib Nörlund: „Myten om „kampen mellem rige og fattige nati- oner"", í „Tiden", 2. hefti 1968. — Paul M. Sweezy: Marx and theProle- tariat, Monthly Review, desemberhefti 1967). 61

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.