Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 34
is hinn ar'ðrœnda andrúmslojt undirgefni og þvingunum sem auðveldar mjög að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu. I kapít- alískum löndum er fjöldi siðgœðiskennara og ráðgjafa, sem koma inn á milli hins arðrœnda og þjóðfélagsvaldsins. Aftur á móti er það herlögregla og hermaður, sem með ncerveru sinni, og beinum og tíðum afskiptum, hefur samband við hinn innfædda í nýlenduheim- inum. ræður honum með byssuskaftshöggum eða napalm að hafa hægt um sig. Talsmaður þjóðfélagsvaldsins beitir sem sagt valdi. Hann léttir ekki á kúguninni né dregur dul á vald sitt. Hann sýnir það og flaggar því með þeirri góðu samvizku, sem sá hefur, sem heldur uppi röð og reglu. Þessi milliliður ber ofbeldi inn á heimili og inn í hug hinna innfæddu. Það svæði, sem innfæddir byggja og hitt, sem herrarnir byggja eru algjörar andstæður, þau útiloka hvort annað, engar sættir eru mögulegar, öðru þeirra er ofaukið. Bær ný- lenduherrans er traustur, úr steini og járni. Bjartur, malbikaður og sorptunnurnar eru út- úr fullar af hinu óþekkta, óséða. Það er aldrei hægt að líta fætur nýlenduherrans augum, nema kannski á ströndinni, en maður kemst aldrei nógu nálægt. Fætur hans eru verndaðir sterkum skóm, þó að göturnar í bænum hans séu hreinar og sléttar. Bær nýlenduherrans er vel alinn, latur bær, magi hans er alltaf fullur af góðum hlutum. Bær hans er bær hins hvíta, hins ókunna. Bær hins innfædda, negrans, arabans, frið- unarsvæðið, er alræmt svæði, þar er fullt af illræmdu fólki. Það er fætt þarna, það hefur lítið að segja hvar eða hvernig. Fólkið lifir hvert ofan í öðru, kofarnir eru hver ofan í öðrum. Þetta er svangur bær, það vantar brauð, kjöt, skó, kol, Ijós. Þetta er bær í hnipri, bær, sem krýpur, sóðalegur bær. Bær niggara, bær skítugra araba. Hinn innfæddi horfir fullur ágirndar og öfundar á bæ ný- lenduherrans. Hann dreymir um að ná eign- arhaldi á öllu mögulegu. Hann dreymir um að sitja við borð nýlenduherrans, sofa í rúmi hans, helzt með konu hans. Hinn innfæddi er öfundsjúkur og það veit nýlenduherrann vel. Hann gýtur augunum, bitur og alltaf á verði, til hins innfædda: „Hann vill taka mitt pláss". Það er rétt, enginn innfæddur lætur hjá líða að dreyma um sæti nýlenduherrans minnst einu sinni á dag. Þessi tvískipti heimur er byggður tveim mismunandi manngerðum. I nýlendunum er orsökin afleiðing: maður er rikur, því að maður er hvítur, maður er hvítur, af því mað- ur er rikur. Þess vegna er það, að marxistiskar skilgreiningar ná of skammt þegar um ný- lenduvandamálið er að ræða. I nýlendunum hefur hinn ókunni, sem kemur langt að, tek- ið völdin með hjálp stríðsvéla sinna. Þrátt fyrir flutning sinn og aðlöðun að staðhátt- um, heldur hann áfram að vera ókunnur. Hin ríkjandi stétt er fyrst og fremst komin ann- ars staðar frá, sú, sem ekki líkist upprunalegu íbúunum, — „hinum". Ofbeldið, sem er svo stór þáttur í þjóðfélagi nýlendnanna, og sem stöðugt hefur eyðilagt þjóðfélagsform hins innfædda, sprengt efnahagskerfi hans, siði og venjur, mun verða notað af hinum innfædda á þeim degi, þegar hann ákveður að skapa sögu, og fer inn í hin bönnuðu hverfi. — Eyðilegging nýlenduheimsins þýðir hvorki meira né minna en að öðru svæðinu verður útrýmt, grafið djúpt í jörðina eða gert út- lægt." 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.