Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 20
ÁRNI BJÖRNSSON:
AFRÍKA
ANDSPÆNIS ÁSÆLNI BANDARÍKJANNA
Þegar hvert Afríkuríkið á fætur öðru hlaut
sjálfstæði um og eftir 19ó0, glöddust allir
velunnarar Afríkuþjóða, en hinum þótti nóg
um, sem alizt höfðu upp við að líta á Afríku-
búa sem heldur óviðfelldnar skepnur, sem
óhugsandi væri að gætu séð málefnum sín-
um farborða af e:gin rammleik. Þeir sem
kynnst höfðu Afríkubúum lausir við gleraugu
fordómanna, vissu að þetta var yfirleitt kjarn-
gott, greint og dugmikið fólk, rétt eins og
alþýða þeirra eigin landa. Þeir vissu, að sög-
urnar um villimennsku þeirra voru fyrst og
fremst evrópskur og amerískur tilbúningur
af líkum toga og níðritin um Island og Is-
lendinga á sextándu, sautjándu og átjándu
öld. Þeir vissu, að niðurlæging Afríkubúa
var öðru fremur verk Evrópumanna, sem
höfðu mergsogið þá í fjórar aldir og tortímt
menningu þeirra eftir fremstu getu. Og þeir
vonuðu, að nú mundi hefjast nýtt blómaskeið
í Afríku á sviði efnahagsþróunar og menn-
ingar. Og þess ber enn að vænta.
En strax um þetta leyti bentu framsýnir
leiðtogar þessara þjóða, ekki sízt meðal stúd-
20