Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 50
4) vernda áhrifasvæðin þar sem bandarískur kapítalismi hefur góða samkeppnisað- stöðu, bæði með tilliti til fjárfestingar og verzlunar. 5) afla nýrra viðskiptavina og nýrra fjárfest- ingartækifæra erlendis eftir krókaleiðum hernaðar- og efnahagsaðstoðar við út- lönd.*) 6) viðhalda almennt gerð hinna kapítalísku markaða í heiminum, fyrst og fremst til hagsbóta fyrir Bandaríkin, en einnig hin iðnvæddu auðvaldsríki, þar sem banda- rískur kapítalismi skýmr æ dýpri rómm. En hagsmunaeining einokunarhringanna og ríkisvaldsins sem beitt hefur sér fyrir her- stöðva- og hernaðarstefnunni, takmarkast ekki við þessa liði. Taka verður einnig með í reikninginn þá þýðingu sem hernaðarút- gjöldin hafa fyrir auðhringana sem óþrjót- andi lind nýrra pantana og gróða. I hermögn- un efnahagslífsins birtist einna skýrast hin nána samvinna utanríkisstefnunnar og gróða- hagsmuna einkaauðmagnsins. Oft er þýðing hernaðarframleiðslunnar fyr- ir viðgang kapítalismans vanmetin á þeim forsendum að útgjöld til hennar nemi ekki nema um 10% þjóðarframleiðslunnar. Þegar friðvænlega horfir, segja menn, gæti ríkis- stjórnin hæglega varið jafngildi þeirrar fjár- hæðar til friðsamlegra framkvæmda er hefðu svipuð áhrif á efnahagslífið. Slík röksemda- færsla felur í sér grundvallarskekkju: litið er á þjóðarframleiðsluna — þetta tölfræðilega hugtak — sem hlut í sjálfu sér; menn gæta •) í forsetatíð Kennedys var gerð rannsókn á skiptingu (samsetningu) hinnar bandarísku efnahagsaðstoðar við önnur lönd, frá lokum Marshallhjálpar. Af 50 miljörðum dala reyndust 90% hafa runnið til hernaðaraðstoðar, þar af 30 miljarðar til beinnar hervæðingar. Af hinum 20 miljörðunum höfðu 85% verið veitt út frá hernaðarsjón- armiði: Þiggjendur aöstoðarinnar voru lönd sem liggja á útjaðri ,,járntjaldsins“ og tókust á hendur langtum meiri hervæðingu en efnahagur þeirra leyfði. ekki að því að bak við þetta hugtak felast ákveðin efnahagstengsl sem ákvarða hreyf- ingu og stefnu efnahagsheildarinnar. Hin mikla þýðing erlendra markaða og hernaðarútgjalda fyrir efnahagslíf Bandaríkj- anna innanlands verður ekki réttilega metin nema tekin séu til greina hin víðtceku áhrif þeirra á iðnaðargreinar sem framleiða fjár- festingarvörur. Þessi áhrif skýra að verulegu leyti sveifl- ur (hæðir (boom) og lægðir (depressions)) framleiðslunnar. Vissar sveiflur eru bein af- leiðing þess að birgðir þrútna eða minnka, en slíkar sveiflur vara skamma hríð, ef eftir- spurn eftir fjárfestingarvörum helzt stöðug. Þegar framleiðslan er á niðurleið, má beita ýmsum ráðum til þess að viðhalda um stund eftirspurn eftir neyzluvarningi, s.s. styrkjum til atvinnuleysingja, ýmsum félagslegum tryggingum og sparifé neytenda. En fyrir ut- an þær vörur sem nauðsynlegar eru til endur- nýjunar og viðhalds, er fræðilegur möguleiki á því að á sama tíma taki með öllu fyrir kaup á fjárfestingarvörum; því að fjárfest- ing atvinnurekenda (auðmagnseigenda) er bundin því skilyrði að þeir megi vænta hagn- aðar af henni. I heimskreppu fjórða áratugs- ins kom berlega í Ijós hve þau skilyrði eru ólík, sem ráða framleiðslu neyzluvarnings annars vegar og fjárfestingarvara hins vegar á samdráttartímum. A sama tíma og sala hinna fyrrnefndu minnkaði ekki nema um 19%, skruppu útgjöld til tveggja aðalflokka fjárfestingarvara: byggingarvara saman um 80%, og annarra fjárfestingarvara um 71%. Með þessar staðreyndir í huga er vert að kanna hve mikill hluti af heildarframleiðslu helzm fjárfestingarvara er annað hvort flutt- ur út eða keyptur af ríkisstjórninni, fyrst og fremst til hernaðarþarfa. Um þetta liggja fyrir niðurstöður frá árinu 1958. Aðeins í einum flokki fjárfestingar- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.