Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 59
þeir, sem braska í trúnni á fall dollarans og
kaupa gull meðan það enn fæst á 35 doll-
ara únsan. Þannig skapast það kreppuástand,
sem kallað var „gullkaupaæðið" um miðjan
mars.
Það, sem Bandaríkjastjórn vill er að doll-
arinn einn verði viðurkenndur sem heims-
mynt, en þurfi enga gulltryggingu. Ef hún
fengi slíkt fram, getur hún endalaust gefið
ávísanir á eignir annarra auðvaldsþjóða og
látið þær bera herkostnaðinn með sér, af að
halda „keisaradæmi dollarsins" saman. Þar-
með væri yfirdrottnun Bandaríkjanna yfir
öllum hinum auðvaldsríkjunum staðfest, —
þau gerð að nýlendum Bandaríkjanna með
nýjum hætti. — Það er gegn þessu sem
Frakkland de Gaulle’s rís og máske allt Efna-
hagsbandalagið. Auðvaldsheimurinn skipt-
ist þá í tvö gengisbandalög. Hin dýra kaup-
höll auðvaldsskipulagsins myndi þá enn einu
sinni leika á reiðiskjálfi.
En einnig það að ráða við atvinnuþróun-
ina sjálfa gengur bögsulega þrátt fyrir allt.
Margir auðvaldsherrar og efnahagssérfræð-
ingar þeirra eru gamaldags og skilja lítt lög-
mál atvinnulífsins. — Það þarf ekki nema að
athuga Island til að sannfærast um það. —
Sú kreppa, sem nú fer um Vestur-Evrópu,
er að vísu grunn, en hún sýnir samt skugga-
hliðar hins „háþróaða" auðvaldsþjóðfélags:
Atvinnuleysi miljóna manna, ónotaðar ó-
grynni véla, óvissa og öryggisleysi meðal al-
mennings.
Sú fjölmenna verklýðsstétt háþróaðra auð-
valdslanda, sem vanizt hefur góðri afkomu
og sér hve gífurlegir möguleikarnir til miklu
betri afkomu og öruggari eru, mun ekki til
lengdar láta bjóða sér hið „tímabundna og
skipulagða" atvinnuleysi, hið almenna örygg-
isleysi og það tiltölulega mikla arðrán, sem
auðvaldsskipulaginu fylgir, — jafnvel þótt
það sé komið á „velferðar"-stig. Og „velferð-
in" er vissulega vafasöm, jafnvel í þessum
háþróuðu auðvaldslöndum.
En það krefst vissulega mikillar umhugs-
unar og þekkingar af verkalýð þessara landa
að komast að slíkri niðurstöðu, en láta sér
ekki bara nægja brauðið og bjórinn eða vín-
ið og una svo glaður við sitt.
FELAGSLEG
MISÞYRMING
MANNSINS
3. — Verkamaður og bóndi þróunarland-
anna býr við þá sáru kúgun, sem auðvald
veraldar og afturhaldssamir bandamenn þess
59