Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 33
„HINIR FORDÆMDU Á JARÐRfKI" „Afnám nýlenduskipulags verður ekki á svipstundu líkt og jarðskjálfti né vegna vin- samlegrar ákvörðunar. Afnám nýlenduskipu- lags er söguleg þróun, þ.e.a.s. verður ekki skilin, nema við þekkingu þeirra atriða, sem gefa þróuninni sögulegt fortn og innihald. Þegar nýlenduskipulag er afnumið er um tvö öfl að rceða, sem í eðli sínu eru andstœð, og rekja uppruna sinn til nýlenduformsins. Fyrst bar öflum þessum saman með ofbeldi, og samvist þeirra — þ.e.a.s. þegar nýlendukúg- arinn arðrænir hinn kúgaða — var fram- kvæmd með beitingu byssustingja og fall- byssa. Það er nýlenduherrann, sem hefur skapað og heldur áfram að skapa nýlendu- búann. Nýlenduherrann sækir sannleika sinn — þ.e. eign sína — í nýlenduskipulagið. Afnám nýlenduskipulagsins verður aldrei svo lítið beri á. Það hefur áhrif á hvem ein- stakling, breytir hverjum þeirra frá grunni. Það gefur einstaklingnum eigin hrynjandi, nýtt mál, nýjan manndóm. En þessi sköpun verður ekki á yfirnáttúrlegan hátt, „eign" ný- lenduherrans verður að mannveru á þeim sama þróunarferli, sem mannveran gerir sig frjálsa. A þessum þróunarferli er nauðsynlegt að taka ástand nýlendna til endurskoðunar. Ef við óskum að lýsa þessari endurskoðun ná- kvæmlega, getum við fundið skilgreiningu hennar í hinni velþekktu setningu: „Hinir síðustu munu verða hinir fyrstu". Afnám ný- lendukúgunar er framkvæmd þessarar setn- ingar. Þegar við erum kynnt fyrir afnámi ný- lenduskipulagsins sjáum við byssukúlur og hnífa, blóði drifna. Ef hinir síðustu eiga að verða fyrstir verður það aðeins eftir baráttu upp á líf og dauða. Þessi ákveðni vilji að setja hina síðustu fyrsta, láta þá klifra upp hin frægu þrep til menntaðs þjóðfélags með hraða (sem nokkrir álíta of mikinn), getur aðeins sigrað, ef við neytum allra bragða, það er líka valdi, Þjóðfélagi verður ekki breytt, hversu frum- stætt sem það er, með slíkri áætlun, nema það sé fast ákveðið allt frá byrjun að ryðja úr vegi öllum hindrunum. Hinn innfæddi, sem ákveður að fylgja þessari áætlun, gerir allan tímann ráð fyrir að beita valdi. Frá fæðingu hefur honum verið Ijóst, að þessum þrönga heimi hlöðnum boðum og bönnum, er að- eins hægt að breyta með valdi. Það er ef til vill óþarfi að minna á, að í nýlenduheiminum eru hverfi innfæddra og hverfi Evrópumanna, skólar innfæddra og skólar Evrópumanna; eins og það er óþarft að minna á apartheit Suður-Afríku. Ef við rannsökum þessa skiptingu nánar, getum við nálgast öflin, sem liggja falin undir yfirborð- inu. Nýlenduheimmum er skipt í tvo hluta. Skiptilínan liggur um herskála og lögreglu- stöðvar. I nýlendunum er það lögregluþjónn- inn og hermaðurinn, sem eru talsmenn ný- lenduherrans og kúgunarstjórnarinnar, og jafnframt þeir milliliðir og embættismenn sem innfæddir eiga við að eiga. I kapítalísku þjóðfélagi er það fræðslukerfið, siðgæðið, sem gengur frá föður til sonar, fyrirmyndim- ar, sem góðir verkamenn gefa, þegar þeir eru heiðraðir eftir 30 ára heiðarlega og dygga þjónustu, hollustan, sem á rætur sínar að rekja til jafnrar aðstöðu og gætinnar fram- komu. Oll þessi fagurfræðilegu form af virð- ingu fyrir ríkjandi skipulagi, skapa umhverf- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.