Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 16
ferðina. Árið 1948 stöðvuðu erindrekarnir
slík viðskipti alveg og hlauzt atvinnuleysi og
kreppa af 1951—2, unz aftur voru þau upp-
tekin. Frá 1959 hafa þau í nafni „frelsisins"
verið minkuð úr 33% heildarútflutningsins
niður í 11% — og vofir nú kreppa og at-
vinnuleysi yfir á ný.
Með þessum ráðstöfunum verður Island á
ný háð öllum dutlungum markaðs í auðvalds-
löndum og drottnun einokunarhringanna þar.
En allar þessar hættulegu og skaðlegu ráð-
stafanir getur bandaríska valdið aðeins knúið
fram í krafti áhrifavalds síns á íslenzka menn,
embættismenn, valdamenn.
Það er því sjálfskaparvíti, þegar íslenzk
þjóð leiðir yfir sig atvinnuleysi og kreppu, af
því forráðamenn hennar þóknast bandaríska
valdinu.
Bandaríska valdið treystir á fjármagn og
fjölmiðlunartæki til þess að grafa undan sjálf-
stæði og frelsisvilja Islendinga.
Danska valdið átti hér mikinn þorra jarða,
— konungsjarðir — og voru jarðir þá aðal-
auðæfi á Islandi. Þá var það krafa íslenzkra
þjóðfrelsissinna að Island eignaðist þær jarð-
ir, — þær yrðu þjóðjarðir. Og svo varð.
Nú heimta erindrekar hins erlenda valds
að forríkir útlendir auðdrottnar eignist hér
sem mest af verksmiðjum og vinnutækjum.
Þannig á að ofurselja útlendu valdi drottnun
yfir íslenzku efnahagslífi. Og þessir menn
leyfa sér að kalla sig „Sjálfstæðismenn". Er
það gott dæmi um þá brjálun hugtaka, sem
amerísk áhrif valda.
Danska valdið vann að því að gera ýmsa
Islendinga „danska í lund". Ytti það þá oft
undir hve gott það var slíkum að klifra upp
embættisstigann og „komast áfram".
Bandaríska valdið er stórtækara. Það
hyggst með sjónvarpi sínu, útvarpi, kvik-
myndum og hverskonar áróðri og tælingu
umhverfa íslenzkri menningu, manndómi og
þjóðerni. Þeir voldugu herrar Mammons ætla
sér smátt og smátt að gera oss Islendinga svo
ameríska í hugsun að oss finnist það háleitt
markmið þjóð vorri að vera einskonar skyndi-
skjöldur Bandaríkjanna: fórna lífi þjóðar
vorrar til að hlífa Bandaríkjunum nokkrar
mínútur, ef þau stofna til kjarnorkustríðs.
Fornir nýlendudrottnar Islands reyndu
árangurslaust að gera Islendinga sér her-
skylda og endanlega var öllu slíku vísað á
bug 1908 og eilífu hlutleysi yfir lýst 1918.
Bandaríska valdinu tókst að brjála svo
hugi manna að hlutleysinu var fórnað, landið
sjálft gert herskylt og hluti í hernaðarbanda-
lagi, og síðan fótaþurrka amerísks hers.
Danska valdið olli oss áþján og erfiðleik-
um og þjóð vor horfðist í augu við útþurrkun
1785, er aðeins voru 38 þúsund Islendingar
eftir.
Bandaríska valdið lætur hinsvegar Damo-
klesarsverð kjarnorkustríðs hanga í veikum
þræði yfir höfðum okkar — sem annarra
þjóða. Og í þráðinn halda hershöfðingjar og
ofstækismenn í Pentagon og Washington,
sem geta í stórmennsku- og metnaðar-brjál-
æði hvenær sem er höggvið á þann veika
þráð — og afmáð þar með þjóð vora og
aðrar.
Eitt sinn var sagt: „Ottist ekki þá sem lík-
amann deyða" .... En bandaríska valdið
ætlar sér fyrst að deyða sálina, — þjóðarsál-
ina, — forheimska hana og trylla, svo hún
gefi sig „Mammonsríki Ameríku" á vald —•
og það geti notað líkamann og landið að vild
á eftir.
16