Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 29
hrifsaði til sín völdin árið 1936. Grimmileg harðstjórn hans sló út öll met, jafnvel mið- amerísk. Somoza var myrtur 1956. VII Við embættistöku sína árið 1933 boðaði Franklin D. Roosevelt ýmsar veigamiklar breytingar í utanríkisstefnu lands síns. Þessar breytingar áttu fyrst og fremst rót sína að rekja til hinnar alþjóðlegu baráttu gegn fas- ismanum, sem nú stóð fyrir dyrum. Gagn- vart Rómönsku Ameríku skyldi tekin upp svokölluð „stefna hinna góðu granna" (Good Neighbour Policy). Héðanífrá skyldu Banda- ríkin „virða rétt annarra". Platt-viðaukinn var numinn úr gildi, (Theodore) Roosevelt- „áréttingin" dæmd dauð og ómerk og jafn- vel gerðar heiðarlegar tilraunir til að koma á eðlilegum samskiptum Ameríkuþjóðanna á jafnréttisgrundvelli. En enda þótt hinar tíðu hernaðaríhlutanir og aðrar vopnaðar þving- unaraðgerðir væru að mestu aflagðar veittist Bandaríkjastjórn erfitt að telja þjóðum Róm- önsku Ameríku trú um einlægleik stefnu- breytingar sinnar á meðan hún hélt föðurlegri verndarhendi sinni yfir harðstjórum á borð við Trujillo, Somoza, Ubico og Batista. Á hinn bóginn var í engu slakað á hinum efnahags-pólitísku fjötrum, sem bundu Róm- önsku Ameríku við Bandaríkin. Megnið af utanríkisverzluninni var áfram í höndum Bandaríkjamanna, enda framleiðslutækin að stórum hluta í bandarískri eign. Samanlögð fjárfesting bandarískra einkaaðila í Róm- önsku Ameríku jókst úr 2.8 miljörðum doll- ara árið 1938 í 8,7 miljarða árið 1958. Á Kúbu einni nam fjárfestingin 1 miljarði og skilaði 300.000.000 dollara í árlegan gróða, þ.e. höfuðstóllinn endurnýjaði sig á röskum þremur árum. Á stríðsárunum versnaði sambúð Banda- ríkjanna við ýmis ríki Rómönsku Ameríku, sem reyndu að komast hjá beinni þátttöku í styrjöldinni eða tóku jafnvel að einhverju leyti afstöðu með Möndulveldunum, eins og t.d. Argentína undir forsæti Juan D. Perons. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.