Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 29
hrifsaði til sín völdin árið 1936. Grimmileg
harðstjórn hans sló út öll met, jafnvel mið-
amerísk. Somoza var myrtur 1956.
VII
Við embættistöku sína árið 1933 boðaði
Franklin D. Roosevelt ýmsar veigamiklar
breytingar í utanríkisstefnu lands síns. Þessar
breytingar áttu fyrst og fremst rót sína að
rekja til hinnar alþjóðlegu baráttu gegn fas-
ismanum, sem nú stóð fyrir dyrum. Gagn-
vart Rómönsku Ameríku skyldi tekin upp
svokölluð „stefna hinna góðu granna" (Good
Neighbour Policy). Héðanífrá skyldu Banda-
ríkin „virða rétt annarra". Platt-viðaukinn
var numinn úr gildi, (Theodore) Roosevelt-
„áréttingin" dæmd dauð og ómerk og jafn-
vel gerðar heiðarlegar tilraunir til að koma
á eðlilegum samskiptum Ameríkuþjóðanna á
jafnréttisgrundvelli. En enda þótt hinar tíðu
hernaðaríhlutanir og aðrar vopnaðar þving-
unaraðgerðir væru að mestu aflagðar veittist
Bandaríkjastjórn erfitt að telja þjóðum Róm-
önsku Ameríku trú um einlægleik stefnu-
breytingar sinnar á meðan hún hélt föðurlegri
verndarhendi sinni yfir harðstjórum á borð
við Trujillo, Somoza, Ubico og Batista.
Á hinn bóginn var í engu slakað á hinum
efnahags-pólitísku fjötrum, sem bundu Róm-
önsku Ameríku við Bandaríkin. Megnið af
utanríkisverzluninni var áfram í höndum
Bandaríkjamanna, enda framleiðslutækin að
stórum hluta í bandarískri eign. Samanlögð
fjárfesting bandarískra einkaaðila í Róm-
önsku Ameríku jókst úr 2.8 miljörðum doll-
ara árið 1938 í 8,7 miljarða árið 1958. Á
Kúbu einni nam fjárfestingin 1 miljarði og
skilaði 300.000.000 dollara í árlegan gróða,
þ.e. höfuðstóllinn endurnýjaði sig á röskum
þremur árum.
Á stríðsárunum versnaði sambúð Banda-
ríkjanna við ýmis ríki Rómönsku Ameríku,
sem reyndu að komast hjá beinni þátttöku í
styrjöldinni eða tóku jafnvel að einhverju
leyti afstöðu með Möndulveldunum, eins og
t.d. Argentína undir forsæti Juan D. Perons.
29