Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 12
af utanríkisstefnu Stalíns — sem var íhalds- söm og miðaðist næsta einhliða við öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna — né herveldi Rússa — sem höfðu ekki enn yfir kjarnorkuvopn- um að ráða. Háskinn var fyrst og fremst fólg- inn í fordæmi bolsjevíkabyltingarinnar: að alþýðan í nýlendum og hálfnýlendum auð- veldanna fetaði svipaða braut og Lenín hafði vísað öreigum Rússaveldis og vinstri öflin í V-.Evrópu neyttu þeirrar stöðu sem þau höfðu áunnið sér á styrjaldarárunum, til þess að breyta þjóðfélagsgerðinni í sósíalíska átt. Það var þessi háski sem Bandaríkin ásettu sér að afstýra. Til þess var Trumankenningin sett fram, til þess lagði Marshall fram áætlun sína um efnahagsaðstoð við Evrópu 1947 og í sama skyni voru hernaðarbandalögin, Nato og Seato, mynduð skömmu síðar. Með þess- um varnaðaraðgerðum tókst að koma á aftur jafnvægi í stjórnmála- og efnahagslífi hins tækniþróaða hluta auðvaldsheimsins. „STATUS QUO“ En í hinum tæknivanþróaða hluta heims, nýlendum og áhrifasvæðum imperíalismans, var árangurinn ekki jafn ótvíræður. I kjölfar heimsstyrjaldarinnar blossuðu þar upp þjóð- frelsishreyfingar, misjafnlega byltingarsinn- aðar, sem notfærðu sér bæði hrun japanska kapítalismans og hitt að evrópsku nýlendu- veldin voru hálflömuð í efnahagslegu og hernaðarlegu tilliti: Sjálfstæðisbarátta þeirra er — ásamt sigri kínversku bændabyltingar- innar — það sem öðru fremur hefur einkennt atburðasögu eftirstríðsáranna. D. Horowitz farast svo orð um afstöðu Bandaríkjanna til þessara heimssögulegu við- burða: „Afstaða Bandaríkjastjórnar til beinn- ar nýlendustjórnar var í hæsta máta tvíræð. En bandarískir leiðtogar voru ekki í neinum vafa um, hve mikið reið á, að takast mætti að tryggja kapítalismanum status quo, eftir upp- lausn nýlenduveldanna. Bandaríkin tóku snemma að sér það hlutverk að vernda gróna hagsmuni hins alþjóðlega auðvaldskerfis í vanþróuðum löndum." Evrópsku nýlenduveldin voru algjörlega háð efnahags- og hernaðarmætti Bandaríkj- anna í baráttu sinni gegn þjóðfrelsis- og bylt- ingaröflum „þriðja heimsins". Það var ekki sízt af þeim sökum sem afturhaldsöflin í Ev- rópu voru áfram um að stofna með þeim Atlantshafsbandalagið. Hvað sem kann að vera hæft í því að þessi öfl hafi í raun og veru haft beig af útþenslustefnu Stalíns, er hitt víst að í reynd varð Atlantshafsbandalag- ið ekki vörn gegn „útþenslu kommúnismans í Evrópu", heldur fyrst og fremst skjaldborg um heimsveldishagsmuni kapítalismans utan Evrópu. „Meira en helming af þeirri hern- aðar- og efnahagsaðstoð sem Frakkland fékk skv. Marshalláætlun og Natosamningnum, var alls ekki varið til að verja landið gegn uppdiktaðri hættu af Sovétríkjunum, heldur til þess að halda eða ná aftur yfirráðum yfir Vietnam og Alsír. Eins höfðu Belgía og Portúgal aðeins þörf fyrir Natovopn til þess að verja nýlendusvæði sín í Afríku, og Eng- land gat ekki notað „varnar"-vopn sín til ann- ars en berja niður þjóðfrelsisuppreisnir í ný- Iendum sínum og á fyrri nýlendusvæðum." (D. Horowitz). En með því að beygja sig undir verndar- hendi hins bandaríska risa, urðu afturhalds- öflin í Evrópu að greiða honum hærra lausn- argjald en þau hefur e.t.v. órað fyrir. Svo aft- ur sé vitnað til D. Horowitz: „A styrjaldar- árunum sölsuðu Bandaríkin undir sig efna- hagsítök Italíu og Þýzkalands í Rómönsku Ameríku. Þau sáu jafnframt til þess að mjög var gengið á efnahagsmuni Bretlands í Vest- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.