Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 25
á eigin fótum. Þar við bættist svo, að hin kapítalísku stórveldi fengu, er tímar liðu, æ meiri pólitískan og fjárhagslegan áhuga á Rómönsku Ameríku. England — öflugasta stórveldið á önd- verðri 19- öld — grét hrun spænsk-portú- galska nýlenduveldisins þurrum tárum. Á hinn bóginn var Bretum efst í huga að tryggja sér sem hagstæðust viðskipti við hin nýstofnuðu ríki. Það reyndist þeim líka til- tölulega létt verk, enda var tilvonandi aðal- keppinautur þeirra, Bandaríkin, enn lítt fær um að veita þeim samkeppni og auk þess önnum kafin við að nýta eigin auðlindir heima fyrir. Alla 19- öld ráku Bretar mjög arðbær viðskipti við ríki Rómönsku Ameríku og brezkir auðmenn festu þar ósmáar fúlgur í gróðavænlegum fyrirtækjum. Stríðast streymdi þetta brezka fjármagn til Brasilíu, Chile og Argentínu, en í því landi var fjár- festing Breta komin upp í 190 milj. punda á síðasta tug aldarinnar. Bandaríkin létu þó snemma í Ijósi áhuga sinn á að tryggja sér ítök í Rómönsku Ame- ríku. Það sýnir hin svonefnda Monroe-kenn- ing frá 1823, kennd við þáverandi forseta Bandaríkjanna, James Monroe. Kjarni henn- er fólst í þeirri yfirlýsingu að Bandaríkin myndu annarsvegar ekki hlutast til um mál- efni Evrópu og á hinn bóginn ekki þola neina íhlutun í mál Ameríku, en líta á slíkt sem fjandskap við sig. Þessi yfirlýsing var þó að- eins dautt pappírsplagg allt til loka 19- aldar og Bretar höfðu mun meiri umsvif í Róm- önsku Ameríku en nokkurt annað af stór- veldunum alveg fram að heimsstyrjöldinni fyrri. 1914 nam samanlögð erlend fjárfest'ng i Rómönsku Ameríku 8.3 miljörðum dollara. Þar af var hlutur Bandaríkjanna eitthvað á annan miljarð, en Bretar áttu bróðurpartinn af afganginum. (Pendle 162). Ahugi Bandaríkjanna á Rómönsku Ame- Franz A. Gíslason ríku vaknaði fyrir alvöru á síðustu áratugum 19. aldar,, um það leyti, sem þau höfðu nýtt alla helztu útþenslumöguleika sína í heima- byggðum. Með auknum pólitískum og efna- hagslegum styrk fékk bandarísk útþenslu- stefna byr undir vængi. Bándarískir fésýslu- menn vöknuðu til vitundar um þá, að því er virt:st, ótæmandi gróðamöguleika, sem óbeizlaðar auðlind’r og óunnin nytjalönd Rómönsku Ameríku buðu þeim uppá; banda- rískir stjórnmálamenn höfðu fullan skilning á hagnýti þess að efla sem mest ítök Banda- ríkjanna í næstu nágrannaríkjum þeirra. Undir þessum kringumstæðum var hin furðu framsýna kenning Monroes forseta eigi all lítill pólitískur happadráttur. Nú var hún tekin fram, dustað af henni rykið, og með smá endurbótum og viðaukum reyndist hún áramgum saman hið haldbezta skálkaskjól 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.