Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 25

Réttur - 01.01.1968, Page 25
á eigin fótum. Þar við bættist svo, að hin kapítalísku stórveldi fengu, er tímar liðu, æ meiri pólitískan og fjárhagslegan áhuga á Rómönsku Ameríku. England — öflugasta stórveldið á önd- verðri 19- öld — grét hrun spænsk-portú- galska nýlenduveldisins þurrum tárum. Á hinn bóginn var Bretum efst í huga að tryggja sér sem hagstæðust viðskipti við hin nýstofnuðu ríki. Það reyndist þeim líka til- tölulega létt verk, enda var tilvonandi aðal- keppinautur þeirra, Bandaríkin, enn lítt fær um að veita þeim samkeppni og auk þess önnum kafin við að nýta eigin auðlindir heima fyrir. Alla 19- öld ráku Bretar mjög arðbær viðskipti við ríki Rómönsku Ameríku og brezkir auðmenn festu þar ósmáar fúlgur í gróðavænlegum fyrirtækjum. Stríðast streymdi þetta brezka fjármagn til Brasilíu, Chile og Argentínu, en í því landi var fjár- festing Breta komin upp í 190 milj. punda á síðasta tug aldarinnar. Bandaríkin létu þó snemma í Ijósi áhuga sinn á að tryggja sér ítök í Rómönsku Ame- ríku. Það sýnir hin svonefnda Monroe-kenn- ing frá 1823, kennd við þáverandi forseta Bandaríkjanna, James Monroe. Kjarni henn- er fólst í þeirri yfirlýsingu að Bandaríkin myndu annarsvegar ekki hlutast til um mál- efni Evrópu og á hinn bóginn ekki þola neina íhlutun í mál Ameríku, en líta á slíkt sem fjandskap við sig. Þessi yfirlýsing var þó að- eins dautt pappírsplagg allt til loka 19- aldar og Bretar höfðu mun meiri umsvif í Róm- önsku Ameríku en nokkurt annað af stór- veldunum alveg fram að heimsstyrjöldinni fyrri. 1914 nam samanlögð erlend fjárfest'ng i Rómönsku Ameríku 8.3 miljörðum dollara. Þar af var hlutur Bandaríkjanna eitthvað á annan miljarð, en Bretar áttu bróðurpartinn af afganginum. (Pendle 162). Ahugi Bandaríkjanna á Rómönsku Ame- Franz A. Gíslason ríku vaknaði fyrir alvöru á síðustu áratugum 19. aldar,, um það leyti, sem þau höfðu nýtt alla helztu útþenslumöguleika sína í heima- byggðum. Með auknum pólitískum og efna- hagslegum styrk fékk bandarísk útþenslu- stefna byr undir vængi. Bándarískir fésýslu- menn vöknuðu til vitundar um þá, að því er virt:st, ótæmandi gróðamöguleika, sem óbeizlaðar auðlind’r og óunnin nytjalönd Rómönsku Ameríku buðu þeim uppá; banda- rískir stjórnmálamenn höfðu fullan skilning á hagnýti þess að efla sem mest ítök Banda- ríkjanna í næstu nágrannaríkjum þeirra. Undir þessum kringumstæðum var hin furðu framsýna kenning Monroes forseta eigi all lítill pólitískur happadráttur. Nú var hún tekin fram, dustað af henni rykið, og með smá endurbótum og viðaukum reyndist hún áramgum saman hið haldbezta skálkaskjól 25

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.