Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 4
Lenín ályktaði: „Sé miðað við hóflega
vexti, hljóta tekjurnar af þessu fjármagni að
hafa numið 8—10 miljörðum franka á ári.
Þetta eru traustar stoðir stórveldakúgunar og
arðráns örfárra auðugra ríkja á flestum lönd-
um og þjóðum heims — og traustur grund-
vöilur undir afætulíf örfárra auðvaldsríkja."
Þetta sama ár, 1910, réðu umrædd þrjú
stórveldi, að viðbættum Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku, yfir 80% af fjármálaauðmagni
heimsins. „Næstmn allir hlutar veraldar eru
með einhverjum hætti skuldunautar eða skatt-
þegnar þessara landa — þessara alþjóða-
bankastjóra — þessara fjögurra „máttarstoða"
fjármálavaldsins í heiminum". (Lenín).
Þessar ótvíræðu staðreyndir lögðu Lenín
m.a. efnivið í kenningu hans um imperíal-
ismann sem sérstakt þróunarstig auðvaldsins.
Hann sótti þær milliliðalaust í hagskýrslur
samtímans og fræðirit hagfræðinga sem ó-
hjákvæmilega hlutu að greina meginþættina
í efnahagsþróun auðvaldskerfisins á áramg-
unum beggja vegna aldamótanna. A hinn
bóginn túlkaði hann staðreyndir hagfræðinn-
ar á sinn frumlega hátt: í Ijósi marxismans.
Áður en skilizt verður við imperíalisma
þessa tímabils, er vert að minna á, hve opin-
skátt og umbúðalaust var rætt um eðli hans
og hlutverk á æðsm stöðum áður en kreppa
hans hófst með sigri Októberbyltingarinnar í
Rússlandi. Skulu hér tilfærð tvö dæmi um
bersögli leiðtoga hans fyrir 1914:
Árið 1895 orðaði brezki nýlendumálsvar-
inn Cecil Rhodes (sem Rhodesía heitir eftir)
/
heimsvaldahugmyndir sínar á þessa leið: „Eg
var í gær í Eastend í Lundúnum (verka-
mannahverfi) og kom þar á atvinnuleysingja-
fund. Eg hlýddi á trylltar ræður sem voru
samfellt óp um „brauð, brauð". Á leiðinni
heim hugsaði ég um það sem ég hafði heyrt
og varð sannfærðari en nokkru sinni um gildi
heimsvaldastefnunnar .... Hugsjónin mikla
er lausn vandamála þjóðfélagsins. Til þess
að forða 40 miljónum íbúa konungsríkisins
frá mannskæðri borgarastyrjöld, verðum vér,
fylgismenn nýlendustefnunnar, að opna ný
landsvæði er geta veitt viðtöku því fólki sem
er ofaukið, og látið í té nýja markaði fyrir
þær vörur sem unnar eru í verksmiðjum og
námum. Undir heimsveldinu eigum vér okk-
ar daglega brauð, það hef ég ávallt sagt. Ef
þér viljið komast hjá borgarastyrjöld, verðið
þér að gerast heimsvaldasinnar". (Ummæli
tilfærð af Lenín).
En Woodrow Wilson, er síðar varð forseti
Bandaríkjanna, fórust svo orð árið 1907:
„Verzlunin tekur ekki tillit til landamæra
milli þjóða, og kaupsýslumaðurinn gerir til-
kall til alls heimsins sem markaðar. Þess
vegna verður fáni þessarar þjóðar að fylgja
kaupsýslumanninum, og dyrnar að þeim þjóð-
um sem eru lokaðar, verður að brjóta upp.
Ivilnanir sem fésýslumenn hafa fengið verða
ráðherrar ríkisins að vernda, jafnvel þótt það
hafi í för með sér gróft brot á fullveldi þeirra
þjóða er sýndu mótþróa."*)
Fróðlegt er að bera þessi ummæli saman
við þau sem daglega eru höfð eftir núverandi
forystumönnum bandarísks kapítalisma,
þeirra sem réttlæta útþenslu hans og arðráns-
aðstöðu með neikvæbum rökum um nauðsyn
þess að standa vörð gegn „ofbeldi kommún-
ista" og vernda „hinn frjálsa heim" gegn yfir-
gangi þeirra. Munurinn endurspeglar hvörf-
in frá hinni góðu samvizku sigrandi imperíal-
isma áranna fyrir 1914 til sektarvitundar
þeirra sem tala nú á tímum fyrir munn
bandarískrar yfirgangsstefnu. Hinir fyrri
töldu ekki þörf á að dulbúa hinar hráu hags-
munaástæður stefnunnar í glitklæði hug-
myndafræðinnar; hinir síðari leita umfram
allt hugmyndafræðilegrar réttlætingar sem
*) Tilvitnað af William A. Williams: The Tragedy of
American Diplomacy, bls. 66.
4