Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 63
ómyrk í máli á eftir um hlutdeild CIA og
Bandaríkjastjórnar í samsærinu gegn Arb-
anz. Þannig sagði í grein í New York Times,
21. ágúst 1957: „Þegar hætta var á að Gu-
atemala snerist til kommúnisma (sic!), hlut-
uðumst við til um að kollvarpa Arbenz-
stjórninni".
Góða hugmynd um hvatir þessarar íhlut-
unar má fá af skýrslu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins (Bulletin No. 6465, 1. apríl
1957), sem gefin var út á þriggja ára afmæli
„frelsunar" Guatemala, eins og það hét á máli
utanríkisráðuneytisins. Avinningar þessarar
frelsunar voru dregnir saman í fjóra liði:
„1. Gerður var samningur við dótturfélag
U. N. Fruit Company um að eignunum
(234.000 ekrum) sem Arbenzstjórnin hafði
tekið upp, yrði skilað afmr.
2. Numin voru úr gildi lög um skattlagn-
ingu gróða af erlendu auðmagni.
3. Undirritaður var samningur við Banda-
ríkin sem veitti erlendum fjárfestendum
tryggingu.
4. Sett voru ný og hagstæð olíulög; sam-
kvæmt þeim hafa 27 bandarísk olíufélög
fengið leyfi til olíuvinnslu er nær til alls
Guatemala".
Með hliðsjón af þessum ávinningum þarf
ekki að efast um, að kollvörpun Arbenz-
stjórnarinnar táknaði raunverulega frelsun
fyrir bandaríska fjárfestendur í Guatemala.
Bandaríska blaðið Newsweek skýrði frá
því 4. marz 1963 að republikaninn Thurston
B. Morton hefði gagnrýnt Kennedy forseta
í sjónvarpi fyrir að hafa látið undir höfuð
leggjast að endurtaka á Kúbu leikinn frá
Guatemala. Morton sagði að Eisenhower
forseti hefði kannað áætlun CIA um að
steypa stjórn Jacobo Arbenz, forseta Guate-
mala, af stóli.....Auk Mortons voru einn-
ig John Foster Dulles, utanríkisráðherra,
Charles E. Wilson hermálaráðherra, Allen
Allen Duttes
Dulles þáverandi yfirmaður CIA, og her-
ráðið höfð með í ráðum".
Komi mönnum á óvart að Bandaríkja-
stjórn skyldi bera hagsmuni XJnited Fruit
Company svo mjög fyrir brjósti sem þessi
dæmi sanna, er þess að gæta að John Foster
Dulles var bæði hluthafi í auðhringnum og
hafði fyrr á árum verið ráðunautur hans. Þar
við bætist að yfirmaður CIA, Allen Dulles,
var bróðir utanríkisráðherrans.
Ferill CIA sem heimslögreglu hins frjálsa
63