Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 10
vefengd. íhlutun stjórnar Kennedys á Kúbu og Johnsons í Vietnam voru aðeins síðari á- fangar á þeirri braut sem Wilson lagði út á 1917." Bak við blekkinguna um hina frjálslyndu Ameríku leyndist því valdagráðugt stórveldi sem í krafti yfirburða framleiðslutækni og fjárhagsaðstöðu fetaði hina hljóðlátu leið doll- araaðferðarinnar til heimsyfirráða. „Einangr- unarstefnan" sem Bandaríkin fylgdu fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrjöldina gagnvart þrætum Evrópustórveldanna, kom ekki í veg fyrir að bandarískt auðmagn leitaði í ríkara mæli fjárfestingar innan landamæra þeirra: Það átti m.a. ríkan þátt í að rétta þýzka kapít- alismann úr rústum gengishruns og skulda- byrða. Hin pólitíska einangrunarstefna var m.a. andsvar bandarískra lánardrottna við frönskum og enskum skuldunautum er hvorki gátu né vildu greiða upp að fullu þær gífur- legu skuldir sem þeir höfðu safnað á stríðs- árunum. Bandarískir auðmenn jöfnuðu þess- um vanskilum við þjóðsvik og vökm and- evrópska stemningu innanlands sem þeir notuðu til að þjappa Bandaríkjamönnum saman um „Ameríku" í anda Monroe- kenningarinnar gömlu. A milli-stríðsárun- um var Rómanska Ameríka og Asía, — einkum Kína — aðalvettvangur dollarastefn- unnar, en í þessari síðarnefndu álfu átti hún í höggi við útþenslustefnu japanska kapítal- ismans. Pólitískt afskiptaleysi Bandaríkja- stjórnar um málefni Evrópu má því jöfnum höndum skýra með þessum árekstrum við evrópsku stórveldin, og samkeppninni við hið japanska um markaði Asíu og hernaðaryfir- ráð á Kyrrahafi, en þar styrktu Bandaríkin mjög aðstöðu sína. Þetta afskiptaleysi helgað- ist ennfremur af því, að í Evrópu höfðu önnur ríki tekið að sér að halda „bolsjevíkahætt- unni" í skefjum, jafnt hinni innri sem ytri: Fyrst England og Frakkland og síðar Þýzka- land nazismans sem fékk hlutverk framvarðar í fjandskaparstefnu imperíalismans gegn framkvæmd þeirrar byltingar sem honum hafði mistekizt að kæfa í fæðingu. HEIMSFORRÆÐI STUTT GAGNBYLTINGU Hin breyttu valdahlutföll sem síðari heims- styrjöldin hafði í för með sér, gerðu Banda- ríkin að þeim óviðjafnanlega risa sem þau eru enn í dag á vettvangi alþjóðamála. Þau stóðu ekki aðeins yfir höfuðsvörðum þýzka og jap- anska kapítalismans sem annar höfuð sigur- vegari styrjaldarinnar, heldur höfðu þau og kverkatak á bandamönnum sínum, Bretum og Frökkum, svo sem áður segir. En heimsstyrjöldin síðari leiddi jafnframt til þess að yfirráðasvæði heimsvaldastefnunn- ar þrengdist: í stað þess að ganga af bolsje- vismanum dauðum, eins og til var stofnað af nazistum, leiddu andstæður milli stórvelda hennar til þess að áhrifasvæði Sovétríkjanna færðist út, vestur á bóginn. „Cordon sanitaire", sóttkvíin sem auðveld- in höfðu myndað meðfram vesturlandamær- um Sovétríkjanna með stofnun Eystrasalts- ríkjanna og smáríkja í austanverðri Mið-Ev- rópu, féllu nú undir yfirráðasvæði Sovétríkj- anna. Framsókn Rlauða hersins inn í mitt Þýzkaland og yfirráð Sovétríkjanna yfir allri A.-Evrópu voru það verð sem Vesturveldin guldu fyrir undansláttarstefnu sína gagnvart Hitler fyrir stríð. Aður en fullur sigur hafði unnizt yfir nazismanum urðu engilsaxnesku stórveldin að taka afleiðingunum af „hagn- aðarráðinu" sem þau höfðu stofnað til við Stalín 1941. Það gerðu þau með samningum Churchills við Stalín í október 1944 um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði milli „austurs 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.