Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 53

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 53
70% fjárlaga ríkisins gengið beint eða óbeint til varnarmála.*) þar sem 5/6 hlutar þessara miljarðafúlgu eru veittar auðhringunum án þess að pantanir séu boðnar út opinberlega, keppast þeir um að ráða í þjónustu sína hers- höfðingja og aðra háttsetta liðsforingja sem gegnt hafa störfum hjá Pentagon (hermála- ráðuneytinu) og verið þar talsmenn ákveð- inna tegunda vopna og uppfinninga. Þessi „iobby"starfsemi auðhringanna er helzta ráð- ið sem þeir kunna til að tryggja sér sem feit- asta bita af hernaðarkökunni. General Dyna- mics, auðhringurinn sem var happadrýgstur að þessu leyti árið 1962, hafði þá í þjónustu sinni 187 fyrrv. liðsforingja, þar af 27 hers- höfðingja og aðmírála. Franck Pace, fyrrv. hermálaráðherra, veitti þá hringnum for- stöðu. Mútu- og spillingarsamböndin sem hljótast af þessum „lobbyisma", valda því að utanrík- isráðuneytið ræður ekki nema að takmörk- uðu leyti gangi utanríkismála: „Heilir liðir hafa verið færðir undir fjármálaráðuneytið og stærsm liðirnir undir Pentagon. I Pentagon þróaðist (í forsetatíð Trumans) það sem ann- ars staðar væri kallað hernaðarstefna — her- stjórn á utanríkisstefnunni". (Lippman). Táknrænt fyrir þennan ofvöxt hervaldsins í stjórnmála- og efnahagslífi Bandaríkjanna er hin risavaxna bygging hermálaráðuneytisins — Pentagon — sem er fimm sinnum stærri en aðsetur sjálfrar ríkisstjórnarinnar, Capi- tóla. Pentagon er ekki aðeins stærsta skrif- finnskustofnun landsins, heldur ræður hún yfir meiri eignum en nokkur önnur, að verð- *) Á fjárlögum ársins 1962, sem hljóðuðu upp á 92,5 miljarða dollara, var 52,7 milj. varið til beinna hernað- arútgjalda; 3,7 milj. til geimrannsókna; sé aðstoð við önnur ríki — sem felst að langmestu leyti í hernaðar- aðstoð — tekin með í reikninginn, gengu 63% fjárlaga til hernaðarþarfa. Hlutur þeirra verður 77%, ef reiknað er með lífeyri til gamalla hermanna, afborgunum og vaxtagreiðslum af skuldum sem skrifuðust á reikning hersins. mæti um 160 miljarðar dollara, skv. opin- berri skýrslu frá 1957. Landareignir hennar (æfingasvæði og herstöðvar náðu yfir ríflega 2 miljónir ekra, en það samsvarar saman- lögðu flatarmáli nokkurra ríkja í Bandaríkj- unum. Fyrir utan 3Vz miljón manna, sem her- málaráðuneytið hefur í þjónustu sinni (þar af gegnir tæplega ein milj. borgaralegum störf- um), hafa um 4 miljónir manna atvinnu af hergagnaiðnaðinum. M.ö.o.: um 7.5 miljónir manna eiga atvinnu sína komna undir víg- búnaðarkapphlaupinu og stríðsundirbúningi, eða einn hverra tíu starfandi manna í Banda- ríkjunum. I sjö ríkjum (Utah, Arizona, Conn- ecticut, Californíu, New Mexico, Washing- ton, Kansas) reyndust 20% allra iðnverka- manna starfa að hergagnaiðnaði, skv. skýrslu sem lögð var fyrir U.S. Arms Control and Disarmament Agency í jan. 1962. I þessari sömu skýrslu sagði að átta önnur ríki „væru ótrúlega háð kaupgreiðslum frá hermála- ráðuneytinu um tekjuöflun" (Alaska, Colum- bia, Virginia og Hawai frá 1/10 til 1/4 allra kaupgreiðslna). Á þessu sama ári námu launa- greiðslur Pentagon í heild 12 miljörðum doll- ara, en það er tvöfalt hærri upphæð en allur bílaiðnaður Bandaríkjanna — þetta óskabarn bandarísks efnahagslífs — greiðir í laun. Ofangreindar staðreyndir er að finna í hinni merku bók Fred. A. Cooks: íbe 1Var- \are State (Hernaðarríkið), þar sem rakin er þróun hernaðarstefnunnar og vígbúnaðar- kapphlaupsins í Bandaríkjunum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Niðurstöður sínar um m'kilvægi hergagnaiðnaðarins fyrir banda- rískt efnahagslíf orðar hann svo: „Yfirvöld áætla að milli Vt og Vi hluti alls atvinnu- lífs þjóðarinnar velti á fjárveitingum til hernaðar, og haldi hernaðarfjárlögin áfram að þrútna kunni þessi tala að ná hinu skelf;- lega 50% marki. Við slíkar aðstæður 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.