Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 53

Réttur - 01.01.1968, Page 53
70% fjárlaga ríkisins gengið beint eða óbeint til varnarmála.*) þar sem 5/6 hlutar þessara miljarðafúlgu eru veittar auðhringunum án þess að pantanir séu boðnar út opinberlega, keppast þeir um að ráða í þjónustu sína hers- höfðingja og aðra háttsetta liðsforingja sem gegnt hafa störfum hjá Pentagon (hermála- ráðuneytinu) og verið þar talsmenn ákveð- inna tegunda vopna og uppfinninga. Þessi „iobby"starfsemi auðhringanna er helzta ráð- ið sem þeir kunna til að tryggja sér sem feit- asta bita af hernaðarkökunni. General Dyna- mics, auðhringurinn sem var happadrýgstur að þessu leyti árið 1962, hafði þá í þjónustu sinni 187 fyrrv. liðsforingja, þar af 27 hers- höfðingja og aðmírála. Franck Pace, fyrrv. hermálaráðherra, veitti þá hringnum for- stöðu. Mútu- og spillingarsamböndin sem hljótast af þessum „lobbyisma", valda því að utanrík- isráðuneytið ræður ekki nema að takmörk- uðu leyti gangi utanríkismála: „Heilir liðir hafa verið færðir undir fjármálaráðuneytið og stærsm liðirnir undir Pentagon. I Pentagon þróaðist (í forsetatíð Trumans) það sem ann- ars staðar væri kallað hernaðarstefna — her- stjórn á utanríkisstefnunni". (Lippman). Táknrænt fyrir þennan ofvöxt hervaldsins í stjórnmála- og efnahagslífi Bandaríkjanna er hin risavaxna bygging hermálaráðuneytisins — Pentagon — sem er fimm sinnum stærri en aðsetur sjálfrar ríkisstjórnarinnar, Capi- tóla. Pentagon er ekki aðeins stærsta skrif- finnskustofnun landsins, heldur ræður hún yfir meiri eignum en nokkur önnur, að verð- *) Á fjárlögum ársins 1962, sem hljóðuðu upp á 92,5 miljarða dollara, var 52,7 milj. varið til beinna hernað- arútgjalda; 3,7 milj. til geimrannsókna; sé aðstoð við önnur ríki — sem felst að langmestu leyti í hernaðar- aðstoð — tekin með í reikninginn, gengu 63% fjárlaga til hernaðarþarfa. Hlutur þeirra verður 77%, ef reiknað er með lífeyri til gamalla hermanna, afborgunum og vaxtagreiðslum af skuldum sem skrifuðust á reikning hersins. mæti um 160 miljarðar dollara, skv. opin- berri skýrslu frá 1957. Landareignir hennar (æfingasvæði og herstöðvar náðu yfir ríflega 2 miljónir ekra, en það samsvarar saman- lögðu flatarmáli nokkurra ríkja í Bandaríkj- unum. Fyrir utan 3Vz miljón manna, sem her- málaráðuneytið hefur í þjónustu sinni (þar af gegnir tæplega ein milj. borgaralegum störf- um), hafa um 4 miljónir manna atvinnu af hergagnaiðnaðinum. M.ö.o.: um 7.5 miljónir manna eiga atvinnu sína komna undir víg- búnaðarkapphlaupinu og stríðsundirbúningi, eða einn hverra tíu starfandi manna í Banda- ríkjunum. I sjö ríkjum (Utah, Arizona, Conn- ecticut, Californíu, New Mexico, Washing- ton, Kansas) reyndust 20% allra iðnverka- manna starfa að hergagnaiðnaði, skv. skýrslu sem lögð var fyrir U.S. Arms Control and Disarmament Agency í jan. 1962. I þessari sömu skýrslu sagði að átta önnur ríki „væru ótrúlega háð kaupgreiðslum frá hermála- ráðuneytinu um tekjuöflun" (Alaska, Colum- bia, Virginia og Hawai frá 1/10 til 1/4 allra kaupgreiðslna). Á þessu sama ári námu launa- greiðslur Pentagon í heild 12 miljörðum doll- ara, en það er tvöfalt hærri upphæð en allur bílaiðnaður Bandaríkjanna — þetta óskabarn bandarísks efnahagslífs — greiðir í laun. Ofangreindar staðreyndir er að finna í hinni merku bók Fred. A. Cooks: íbe 1Var- \are State (Hernaðarríkið), þar sem rakin er þróun hernaðarstefnunnar og vígbúnaðar- kapphlaupsins í Bandaríkjunum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Niðurstöður sínar um m'kilvægi hergagnaiðnaðarins fyrir banda- rískt efnahagslíf orðar hann svo: „Yfirvöld áætla að milli Vt og Vi hluti alls atvinnu- lífs þjóðarinnar velti á fjárveitingum til hernaðar, og haldi hernaðarfjárlögin áfram að þrútna kunni þessi tala að ná hinu skelf;- lega 50% marki. Við slíkar aðstæður 53

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.