Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 31
„sjálfsákvörðunarréttur" o. s. frv. Nú var líka
hin svokallaða „þróunarhjálp" orðin mikið
tízkuorð: stjórnmálamenn auðvaldsheimsins
höfðu að meira eða minna leyti áttað sig á
því, að hinar hefðbundnu leiðir við útflutning
fjármagns svöruðu ekki lengur kröfum tím-
ans. Samkeppnin við sósíalísku löndin um
hylli vanþróuðu ríkjanna heimtaði að hefð-
bundin pólitísk skilyrði yrðu lát’n niður falla.
A hinn bóginn var lánsfjáreftirspurnin orðin
svo gífurleg að nauðsyn var samræmdra al-
þjóðlegra aðgerða til að svara henni.
Hvað Rómönsku Ameríku snerti beindist
áhugi Kennedys einmit að aðgerðum, sem
miðuðu að því að styrkja efnahag hinna ein-
stöku ríkja og hjálpa þeim til að standa á
eigin fótum, þó þannig, að viðtakendur voru
sér þess fyllilega meðvitandi hvaðan hjálpin
barst.
I þessu skyni beitti Kennedy sér fyrir stofn-
un hins svokallaða Framfarabandalags (Alli-
ance for Progress) á ráðstefnu Samtaka Ame-
ríkuríkja (Organization of American States)
í Punta del Este í Uruguay 1961. Síðarnefndu
samtökin voru stofnuð í Bogatá, höfuðborg
Kolumbíu, árið 1948, og voru frá upphafi
aðeins verkfæri í höndum Bandaríkjamanna
dl að framkalla ýmsar yfirlýsingar eftir pönt-
un, t.d. um Guatemala, Kúbu o. fl.
Meginverkefni Framfarabandalagsins átti
að vera að miðla og stjórna „þróunarhjálp",
sem Bandaríkin legðu fram. Skilyrðin fyrir
því að ríki fengi framlag úr sjóðum banda-
iagsins voru helzt þau, að það legði fram
framkvæmdaáætlun og gerði vissar ráðstaf-
anir til að treysta efnahag sinn, kæmi t.d. á
betri innheimtu skatta, skipti upp jarðnæði
°- s. frv. Árangurinn varð hinsvegar minni
en vænzt hafði verið. Bandaríkin lögðu að
vísu fram 3 V2 miljarð dollara á árunum 1961
—65 og hétu 4 miljörðum til viðbótar. Hins-
vegar vafðist fyrir hinum einstöku ríkjum
Rómönsku Ameríku að uppfylla skilyrðin,
sem sett höfðu verið, ellegar þau kærðu sig
ekki um þátttöku í fyrirtækinu. Að lokum
misstu menn alveg trúna á það og á síðustu
árum hefur það fallið í algjöra gleymsku.
Hafi Kennedy forseti raunverulega trúað
á möguleika Framfarabandalagsins, þá hefur
hann alls ekki gert sér grein fyrir því að það
sem flest eða öll ríki Rómönsku Ameríku
þarfnast fyrst og fremst er grundvallarbreyt-
ing á þjóðfélagsbyggingunni, lýðræðisleg
stjórnarform, lýðréttindi — en ekki ölmusufé
til handa spilltum stjórnvöldum sem hvorki
hafa áhuga né getu til að reisa þjóð'r sínar
úr kútnum.
Afstaða Kennedys í Kúbumálinu bendir
til þess að síðari tilgátan sé rétt — nefnilega
að hann hafi skort þann skilning sem þurfti
í samskiptum Bandaríkjanna við ríki Róm-
önsku Ameríku. Sú afsökun, sem höfð er eft-
ir honum eftir hina alræmdu Svínaflóainnrás
1961, að honum hafi verið villt sýn hvað
snerti hugarfar almennings á Kúbu, bendir til
ákaflega barnalegs hugarfars: það þurfti
vissulega mikla vanþekkingu á sögu Kúbu á
þessari öld til þess að halda það, að eyjar-
skeggjar hlypu fagnandi til þegar vopnaðir
erindrekar Bandaríkjanna birtust í fjörunni.
NOKKRAR HEIMILDIR:
George Pendle: A History of Latin America, Penguin
1965.
Harold Blakemore: Latinamerika, Oslo 1966.
Arnold J. Toynbee: The Economy of the Western
Hemisphere, London 1962.
Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu, Rvík 1962.
PAX nr. 6 1967, sérhefti um Rómönsku Ameríku.
31