Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 31
„sjálfsákvörðunarréttur" o. s. frv. Nú var líka hin svokallaða „þróunarhjálp" orðin mikið tízkuorð: stjórnmálamenn auðvaldsheimsins höfðu að meira eða minna leyti áttað sig á því, að hinar hefðbundnu leiðir við útflutning fjármagns svöruðu ekki lengur kröfum tím- ans. Samkeppnin við sósíalísku löndin um hylli vanþróuðu ríkjanna heimtaði að hefð- bundin pólitísk skilyrði yrðu lát’n niður falla. A hinn bóginn var lánsfjáreftirspurnin orðin svo gífurleg að nauðsyn var samræmdra al- þjóðlegra aðgerða til að svara henni. Hvað Rómönsku Ameríku snerti beindist áhugi Kennedys einmit að aðgerðum, sem miðuðu að því að styrkja efnahag hinna ein- stöku ríkja og hjálpa þeim til að standa á eigin fótum, þó þannig, að viðtakendur voru sér þess fyllilega meðvitandi hvaðan hjálpin barst. I þessu skyni beitti Kennedy sér fyrir stofn- un hins svokallaða Framfarabandalags (Alli- ance for Progress) á ráðstefnu Samtaka Ame- ríkuríkja (Organization of American States) í Punta del Este í Uruguay 1961. Síðarnefndu samtökin voru stofnuð í Bogatá, höfuðborg Kolumbíu, árið 1948, og voru frá upphafi aðeins verkfæri í höndum Bandaríkjamanna dl að framkalla ýmsar yfirlýsingar eftir pönt- un, t.d. um Guatemala, Kúbu o. fl. Meginverkefni Framfarabandalagsins átti að vera að miðla og stjórna „þróunarhjálp", sem Bandaríkin legðu fram. Skilyrðin fyrir því að ríki fengi framlag úr sjóðum banda- iagsins voru helzt þau, að það legði fram framkvæmdaáætlun og gerði vissar ráðstaf- anir til að treysta efnahag sinn, kæmi t.d. á betri innheimtu skatta, skipti upp jarðnæði °- s. frv. Árangurinn varð hinsvegar minni en vænzt hafði verið. Bandaríkin lögðu að vísu fram 3 V2 miljarð dollara á árunum 1961 —65 og hétu 4 miljörðum til viðbótar. Hins- vegar vafðist fyrir hinum einstöku ríkjum Rómönsku Ameríku að uppfylla skilyrðin, sem sett höfðu verið, ellegar þau kærðu sig ekki um þátttöku í fyrirtækinu. Að lokum misstu menn alveg trúna á það og á síðustu árum hefur það fallið í algjöra gleymsku. Hafi Kennedy forseti raunverulega trúað á möguleika Framfarabandalagsins, þá hefur hann alls ekki gert sér grein fyrir því að það sem flest eða öll ríki Rómönsku Ameríku þarfnast fyrst og fremst er grundvallarbreyt- ing á þjóðfélagsbyggingunni, lýðræðisleg stjórnarform, lýðréttindi — en ekki ölmusufé til handa spilltum stjórnvöldum sem hvorki hafa áhuga né getu til að reisa þjóð'r sínar úr kútnum. Afstaða Kennedys í Kúbumálinu bendir til þess að síðari tilgátan sé rétt — nefnilega að hann hafi skort þann skilning sem þurfti í samskiptum Bandaríkjanna við ríki Róm- önsku Ameríku. Sú afsökun, sem höfð er eft- ir honum eftir hina alræmdu Svínaflóainnrás 1961, að honum hafi verið villt sýn hvað snerti hugarfar almennings á Kúbu, bendir til ákaflega barnalegs hugarfars: það þurfti vissulega mikla vanþekkingu á sögu Kúbu á þessari öld til þess að halda það, að eyjar- skeggjar hlypu fagnandi til þegar vopnaðir erindrekar Bandaríkjanna birtust í fjörunni. NOKKRAR HEIMILDIR: George Pendle: A History of Latin America, Penguin 1965. Harold Blakemore: Latinamerika, Oslo 1966. Arnold J. Toynbee: The Economy of the Western Hemisphere, London 1962. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu, Rvík 1962. PAX nr. 6 1967, sérhefti um Rómönsku Ameríku. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.