Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 60
í viðkomandi landi leiða yfir það: sult, klæð-
leysi, réttleysi, misþyrmingu o.s.frv.
Verkamenn háþróaðra auðvaldslanda eru
að miklu leyti lausir við þessar kvaðir sakir
stéttabaráttu sinnar og háþróaðrar tækni
landanna. Þeir eru ekki lengur menn, sem
engu hafa að tapa nema fjötrunum, — þeir
eiga margir íbúð, bíl og ýms þægindi nú-
tímalífs og misþyrmingar á líkama þurfa
þeir aðeins að óttast, þegar öldur ofstækis og
fasisma ríða yfir lönd þeirra. En þeir eru eft-
ir sem áður arðrænd stétt, undirorpin dutl-
ungum atvinnurekenda og hagsveiflum efna-
hagslífs, — rétt eins og borgararnir t.d. á
17. og 18. öld í Frakklandi voru undirorpnir
dutlungum aðalsmanna, er gátu látið fangelsa
burgeisana og pína, þótt ríkir væru. Og þótt
vinnutími þessara verkamanna sé víða kom-
inn niður í þrjátíu og fimm til fjörutíu og
átta stundir á viku, þá er vinnan oft svo
þrautskipulögð að hún rænir þrótti hans í svo
ríkum mæli, að fertugir menn eru oft látnir
fara og eiga erfitt um að fá vinnu á ný.
T vinnutímanum eru þessir menn aðeins keypt
afl, starfið þeim framandi og dautt, aðeins
unnið vegna launanna. Og utan vinnutímans
fá þeir að kenna á allri ringulreið auðvalds-
skipulagsins: eins til tveggja klukkustunda
ferð á vinnustað í stórborg, lífshætta á veg-
unum eins og í stríði. (Bandaríkjamenn misstu
á stríðsárunum fleira fólk í umferðarslysum
en á vígvöllunum), sá kuldi og einangrunar-
kennd, sem gagnsýrir lífið: firringin (sbr.
grein Lofts Guttormssonar í „Rétti" fertug-
asta og áttunda árg.), sem er afleiðingin af
því að verkamaðurinn, iafnvel þótt vellaun-
aður sé, er firtur vinnutæki sínu, — er sjálf-
ur orðinn tæki í höndum annars að’la, not-
aður til þess eins að framle'ða gróða, — sér
sjálfur ekki tilgang með v’nnu sinni sem
sjálfstæðu starfi, — með öðrum orðum: er
lítillækkaður í að vera— máske vel alið —
en þó vinnudýr frá sjónarmiði auðmanns-
ins.
Oll er þessi aðstaða verkamannsins félags-
leg misþyrming á honum sem sjálfstæðri,
frjálsri veru. Fyrr eða síðar mun hann því
rísa upp gegn henni — og krefjast þess sjálf-
ur sem þáttur í heild sinnar stéttar að stjórna
þessum fyrirtækjum, ráða þessu þjóðfélagi
sem frjáls maður, óháður öllum dutlungum
auðmanna og afleiðingum af þjóðskipulagi
þeirra: vöruframleiðslunni, gróðatilgangnum.
Þótt aðeins sé látið nægja að telja þessa
þrjá þætti raka, nægir það til þess að sýna
að það eru til rök, sem geta knúð líka vel-
launr.ðan verkalýð stóriðjulanda til valda-
töku. En svo þessi rök verði knýjandi, þarf
vissulega pólitískur þroski þessa verkalýðs að
eflast stórum, vit hans og þekking á þjóðfé-
lagsmálum að rísa hátt og stolt hans og með-
vitund um hvað honum sé samhoðið sem
frjálsri skapandi veru að rísa enn hærra.
Auðmannastéttin treystir á að þessi breyt-
ing gerist seint og öll áhrifatæki hennar þjóna
þeim tilgangi. Hún hyggst geta beitt þeirri
klofningstækni, er Jack London lýsti í „Járn-
hælnum": Kaupa helming alþýðunnar með
fríðindum, berja hinn helminginn niður með
ofbeldi. Það er þetta sem henni ekki má
takast. — Því eru andleg fjölmiðlunartæki
í þágu sósíalismans alþýðunni jafn nauðsyn-
leg í stóriðjulöndunum og hergögnin handa
uppreisnarmönnum í hinum hungrandi hluta
heims.
Vellaunaður verkamaður háþróaðs auð-
valdsskipulags á vissulega oft við hin sálar-
legu vandamál „hins feita þjóns"*) að etja,
að láta ekki velgengnina „smækka sig"**)
•) Sbr. Halldór K. Laxness: ..Feitur þjónn er ekki mikill
maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti
á frelsið heima".
••) Sbr. St. G. St.: ,,En lóta ekki baslið smækka sig".
(Baslið gat smækkað rétt eins og velgengnin, — það
gerði fátæklingana heldur ekki af sjálfu sér byltingar-
sinnaða).
60