Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 21
enta og æskulýðs, á hættu, sem þyrfti sérstak-
lega að varast og búast mætti við að sigldi í
kjölfar nýfengins stjórnarfarslegs frelsis. Þetta
nefndu þeir hina nýju nýlendustefnu (neo-
colonialism). Þessi stefna mundi í því fólgin,
að heimsveldin eða auðhringar þeirra keyptu
orkulindir hinna nýfrjálsu landa eða a.m.k.
afnotarétt þeirra til langs tíma. Langrændar
þjóðir Afríku hefðu vitaskuld ekki fjárhags-
legt bolmagn til að virkja auðlindir sínar
með svo skjótum hætti sem æskilegt væri.
Þeim mundi synjað um erlend lán, nema
þeim fylgdu a.m.k. sérréttindi auðfélaga frá
sömu löndum til að nýta drjúgan hlut af
orkulindunum í eigin þágu. Erlend fjárfest-
ing mundi því fljótlega stóraukast og erlent
fjármagn ná æ sterkari tökum á efnahagslíf-
inu, unz frelsið yrði litlu meira á borði en
var undir nýlenduskipulaginu. Ollum ráðum
yrði beitt til að fá stjórnir hinna nýfrjálsu
ríkja til að veita þessi réttindi til nýtingar og
leitar, því að Afríka væri feikimikill nýr vett-
vangur lítt notaðra og ófundinna orkulinda.
Þessi varnaðarorð reyndust ekki mælt út í
bláinn. A þeim árum, sem síðan eru liðin,
liefur stöðug barátta verið háð um réttinn
til að nýta auðlindir Afríkulanda. Að sjálf-
sögðu hafa bandarísk auðfélög verið ásækn-
Feita linan sýnir beina fjárfestingu Bandaríkjanna í Afríku, en brotna
línan aðstoð þeirra.
21