Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 46
Bandaríkjanna og fjárfesting þeirra erlendis séu minni háttar, þegar litið er á efnahagslífið í heild. Núverandi utanríkisstefna sé í mörg- um tilvikum andstæð hagsmunum stórkapít- alista; fyrir þá hefði það varanlegra gildi að Bandaríkin stuðluðu að efnahags- og félags- þróun í hinum tæknivanþróaða heimshluta, jafnvel þótt það kostaði þjóðnýtingu banda- rískra fyrirtækja í löndum hans. Ef Bandarík- in miðuðu utanríkisstefnu sína við slíkt mark- mið, þyrftu vanþróuðu ríkin fljótlega að auka innflutning sinn á erlendu (bandarísku) auð- magni, og það hefði miklu varanlegri vel- gengni í för með sér fyrir efnahagslíf Banda- ríkjanna en sú utanríkisverzlun og auðmagns- útflutningur sem þau ástunda, eins og sakir standa. Kenningar sem vilja skýra utanríkisstefnu Bandaríkjanna út frá siðferðilegum (pólitísk- um) eða öryggissjónarmiðum eru ekki nýjar af nálinni. Það liggur í eðli þeirrar baráttu sem stjórnmálamenn heyja, að þeir leitast við að göfga raunveruleg markmið barátmnnar, færa þau í gervi siðferðis og háleitrar trúar. Hugmyndafræðin miðar einmitt að slíkum dulbúningi (mystification). Skv. þeirri skoðun sem ríkjandi er á Vest- urlöndum er pólitískt frelsi og lýðræði eitt og h!ð sama. Og efnahagsgrundvöllur þessa lýð- ræðis er athafnafrelsi — frelsi til að verzla, frelsi til að arðræna, frelsi til að auðgast á annarra kostnað. Þessi vestræna hugmyndafræði er í fullri samsvörun við þær kröfur sem lögmál hinnar kapítalísku framleiðslu gera til handhafa sinna, auðmagnseigenda. Sé hinum duldu öfl- um hennar gefið mál, segja þau: magnið auð- inn, færið út kvíarnar: ella verðið þið troðnir undir í samkeppninni! Hver einstakur auð- magnseigandi eða auðhringur er þannig neyddur til þess að vinna stöðugt nýja mark- aði og bæta stöðugt framleiðsluaðferðir sín- ar með tækniframförum. Auðmagnseigand- inn á engra kosta völ: annað hvort hlítir hann kröfum hinnar kapítalísku auðmögnun- ar (akkumulation) eða hann bíður lægri hlut í samkeppninni. Til þess að losna undan þessu ómannlega lögmáli, er ekki annað ráð en breyta framleiðsluháttunum, færa auð- mögnunarferlið undir stjórn þjóðfélagsins og skipuleggja það eftir félagslegri áætlun. Eftir því sem samkeppnin skerpist milli auðmagnseigenda og framleiðsluöflin verða risavaxnari, færist einokun (samþjöppun efnahagsvaldsins innan hvers lands á færri hendur) og imperíalismi (þensla auðmagns- ins út fyrir landamæri hvers ríkis og yfir- drottnunartæki þess) í aukana. Þessi þróun er óhjákvæmileg, hún sprettur af lögmálum sjálfs kapítalismans; þau fela í sér að fram- leiðsluöflunum verður að umbylta æ ofan í æ, verzlunin færist sífellt út og verður alþjóð- legri og hinar einstöku framleiðslueiningar heyja umfram allt með sér miskunnarlausa baráttu um yfirráð yfir hinum sívaxandi mörkuðum auðvaldsheimsins. Með imperíalismanum færast þannig lög- mál kapítalismans yfir á yfirþjóðlegt (super- national) svið. Baráttan milli efnahagsstétt- anna heldur áfram í formi baráttunnar um yfirráð yfir öðrum þjóðum, „ósiðuð eða hálf- siðuð lönd verða háð siðmenningarlöndum, bændaþjóðir verða háðar borgaraþjóðum, Austurlöndum verða háð Vesturlöndum". (Lenín). Séu þessi efnahagslögmál kapítalismans höfð í huga, er ekki að undra þótt sambandið milli utanríkisstefnu Bandaríkjanna og efna- hagsmuna þeirra birtist kaupsýslumönnunum í skýrara ljósi en hugmyndafræðingum frels- isins. Oþarft er að leita umsagna þeirra til hinna „góðu gömlu daga", er forseti Banda- ríkjanna taldi sér ekki ósamboðið að ógna 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.