Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 46

Réttur - 01.01.1968, Side 46
Bandaríkjanna og fjárfesting þeirra erlendis séu minni háttar, þegar litið er á efnahagslífið í heild. Núverandi utanríkisstefna sé í mörg- um tilvikum andstæð hagsmunum stórkapít- alista; fyrir þá hefði það varanlegra gildi að Bandaríkin stuðluðu að efnahags- og félags- þróun í hinum tæknivanþróaða heimshluta, jafnvel þótt það kostaði þjóðnýtingu banda- rískra fyrirtækja í löndum hans. Ef Bandarík- in miðuðu utanríkisstefnu sína við slíkt mark- mið, þyrftu vanþróuðu ríkin fljótlega að auka innflutning sinn á erlendu (bandarísku) auð- magni, og það hefði miklu varanlegri vel- gengni í för með sér fyrir efnahagslíf Banda- ríkjanna en sú utanríkisverzlun og auðmagns- útflutningur sem þau ástunda, eins og sakir standa. Kenningar sem vilja skýra utanríkisstefnu Bandaríkjanna út frá siðferðilegum (pólitísk- um) eða öryggissjónarmiðum eru ekki nýjar af nálinni. Það liggur í eðli þeirrar baráttu sem stjórnmálamenn heyja, að þeir leitast við að göfga raunveruleg markmið barátmnnar, færa þau í gervi siðferðis og háleitrar trúar. Hugmyndafræðin miðar einmitt að slíkum dulbúningi (mystification). Skv. þeirri skoðun sem ríkjandi er á Vest- urlöndum er pólitískt frelsi og lýðræði eitt og h!ð sama. Og efnahagsgrundvöllur þessa lýð- ræðis er athafnafrelsi — frelsi til að verzla, frelsi til að arðræna, frelsi til að auðgast á annarra kostnað. Þessi vestræna hugmyndafræði er í fullri samsvörun við þær kröfur sem lögmál hinnar kapítalísku framleiðslu gera til handhafa sinna, auðmagnseigenda. Sé hinum duldu öfl- um hennar gefið mál, segja þau: magnið auð- inn, færið út kvíarnar: ella verðið þið troðnir undir í samkeppninni! Hver einstakur auð- magnseigandi eða auðhringur er þannig neyddur til þess að vinna stöðugt nýja mark- aði og bæta stöðugt framleiðsluaðferðir sín- ar með tækniframförum. Auðmagnseigand- inn á engra kosta völ: annað hvort hlítir hann kröfum hinnar kapítalísku auðmögnun- ar (akkumulation) eða hann bíður lægri hlut í samkeppninni. Til þess að losna undan þessu ómannlega lögmáli, er ekki annað ráð en breyta framleiðsluháttunum, færa auð- mögnunarferlið undir stjórn þjóðfélagsins og skipuleggja það eftir félagslegri áætlun. Eftir því sem samkeppnin skerpist milli auðmagnseigenda og framleiðsluöflin verða risavaxnari, færist einokun (samþjöppun efnahagsvaldsins innan hvers lands á færri hendur) og imperíalismi (þensla auðmagns- ins út fyrir landamæri hvers ríkis og yfir- drottnunartæki þess) í aukana. Þessi þróun er óhjákvæmileg, hún sprettur af lögmálum sjálfs kapítalismans; þau fela í sér að fram- leiðsluöflunum verður að umbylta æ ofan í æ, verzlunin færist sífellt út og verður alþjóð- legri og hinar einstöku framleiðslueiningar heyja umfram allt með sér miskunnarlausa baráttu um yfirráð yfir hinum sívaxandi mörkuðum auðvaldsheimsins. Með imperíalismanum færast þannig lög- mál kapítalismans yfir á yfirþjóðlegt (super- national) svið. Baráttan milli efnahagsstétt- anna heldur áfram í formi baráttunnar um yfirráð yfir öðrum þjóðum, „ósiðuð eða hálf- siðuð lönd verða háð siðmenningarlöndum, bændaþjóðir verða háðar borgaraþjóðum, Austurlöndum verða háð Vesturlöndum". (Lenín). Séu þessi efnahagslögmál kapítalismans höfð í huga, er ekki að undra þótt sambandið milli utanríkisstefnu Bandaríkjanna og efna- hagsmuna þeirra birtist kaupsýslumönnunum í skýrara ljósi en hugmyndafræðingum frels- isins. Oþarft er að leita umsagna þeirra til hinna „góðu gömlu daga", er forseti Banda- ríkjanna taldi sér ekki ósamboðið að ógna 46

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.