Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 56
Stundum kann því verkalýður þróaðra auðvaldslanda að hugsa sem svo: Þarna frá þessu bláfátæka fólki þróunarlandanna hefur auðvaldið mestallan gróða sinn, — við verka- menn auðvaldslandanna höfum náð til okk- ar svo miklu af verðmæti framleiðslunnar, að auðvaldið græðir lítið á okkur, — og við, sem erum södd, getum því verið róleg, — hugsa þeir lítilsigldustu. En þetta er m'kill misskilningur. Það kemur í ljós, ef krufið er til mergjar í köld- um tölum hvaðan gróð'nn kemur. Og þá má það vissulega ekki villa menn að það er sárara fyrir fátæka manninn að missa eina lambið sitt, en fyrir bjargálna bónda að missa 20 lömb af 200 (— en hinsvegar ljóst á hvorum ræninginn græðir meir) og ólíkt sorglegra fyrir hungrandi verkamann þróun- arlands að sjá annaðhvert barn, er hann eignast verða hungrinu að bráð, en fyrir verkamann háþróaðs auðvaldslands að verða af nokkrum viðbótarlífsþægindum, er hann hefði getað notið, ef allt andvirði vinnu hans hefði runnið til hans og ekkert til auðmanna- stéttarinnar. En hvert er hlutfattið? Hvaðan kemur þorrinn af gróða auðvaldsins, — í köldum tölum reiknað, en ekki í hlóði og tárum hungraðs fólks? Gróði auðvaldsins á fjárfestingu sinni í vanþróuðu löndunum er 12—15 miljarðar dottara á ári. Það er um það bil tíundi hlut- inn af allri þjóðarframleiðslu þessara fátæku landa, sem auðvaldið þannig rífur til sín. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna álíta að þessi upphæð sé helmingur þess fjármagns, sem festa þyrfti í vanþróuðu löndunum, til þess að koma þar á skjótri iðnvæðingu. Þjóðarframleiðsla þróuðu auðvaldsland- anna er hinsvegar meiri en 1000 miljarðar dottara á ári. Og af þesari þjóðarframleiðslu er gróði auðvaldsins um 200 miljarðar doll- ara á ári, þar af er gróði auðvaldsins í Banda- ríkjunum áætlaður um 100 miljarðar doll- ara. (500 stærstu iðnaðarfyrirtæki Bandaríkj- anna gefa sjálf upp gróða sinn 1965 að frá- dregnum sköttum sem rúma 20 miljarða doll- ara, sbr. „Fortune" 1966. Og þá eru ekki talin fyrirtæki eins og bankar, tryggingafélög, verzlunarfélög, samgöngufyrirtæki, rafmagns- og gasframleiðslufélög etc.) Það er því greinilegt hvaðan meginið af gróða auðvaldsins af fjárfestingu kemur eða um 185—187 miljarðar dollara frá verkalýð þróaðra auðvaldslanda, sem vinnur mest- megnis í fullkomnum verksmiðjum við af- kastamiklar vélar, en 12—15 miljarðar frá bláfátækum verkalýð gömlu nýlendnanna. Það er hin fullkomna tækni, sem verka- maður auðvaldslandanna er látinn vinna við, er gerir hér allan muninn. I hinu kunna bandaríska viðskiptatímariti „Fortune" er tek- ið eft’rfarandi dæmi í júlí-ágúst-heftinu 1955: „Hindustan Steel" í Indlandi hefur 70.000 verkamenn. Gróði fyrirtækisins er 10,1 milj- ón dollara. Það samsvarar 143 dollara gróða á hvern verkamann. „U.S. Steel" í Bandaríkjunum hefur 200 þúsund verkamenn í þjónustu sinni. Hreinn gróði er 237 miljónir dollara eða 1184 doll- arar af hverjum verkamanni. En arðránshlutfallið hvað verkalýð beggja heimssvæða snertir, segir ekki alla söguna. NYLENDUSTEFNAN NÝJA Auðmannastéttir stóriðjulandanna ræna þróunarlöndin og alþýðu þeirra (bændaalþýð- una auk verkalýðsins) í krafti drotnunarað- stöðu sinnar hvað verðlag afurðanna snertir. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.