Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 23
Óánægja Ibo-þjóðflokksins í austurhéruðum landsins var virkjuð og þeir studdir með her- gagnasendingum, unz lýst var yfir „sjálfstæði" austurhéraðanna 31. maí s.l. Bandaríkin styðja þessa uppreisnarmenn auðvitað ekki opinberlega, en þau leyfa „einkaaðilum" að flytja þe'm vopn með viðkomu einkum í Hol- landi og Portúgal. Að sjálfsögðu gæti stjórn Bandaríkjanna stöðvað þessar hergagnasend- ingar, ef hún kærði sig um. En áhrifamiklir aðilar í Bandaríkjunum hafa annað í huga. Þar er m.a. gælt við þá hugmynd að láta Sameinuðu þjóðirnar skerast í leikinn til að tryggja skiptingu Nígeríu. Því var á s.l. ári borin fram tillaga á Bandaríkjaþingi þess efnis að skora á SÞ að taka í taumana til að koma í veg fyrir „útrýmingu" Ibo-þjóðarinn- ar. Það eru 8—9 miljónir manna. Bandaríkin stefna greinilega að því að gera Afríku að samskonar vettvangi fyrir sig og Suður-Ameríka er nú. Sú þróun er sem betur fer enn skammt á veg komin, en óhætt er að segja, að Afríkuþjóðir eru í þessu tilliti í mik- illi hættu staddar. „Vestmenn" „Því enginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hundraðið fimta er sigið í sjá og sól þess er runnin að viði. Þó glatt sé nú leikið um gullkálfinn þann sem göfgar hinn voldugi lýður, þá liggur ef til vill þar höfuðlaus hann og húngruðu gestanna bíður. Og þá hefur máske hin máttuga hönd um musterin eldlogum vafið, og guðinum seinasta stjakað að strönd og steypt niðr í annað hvort hafið." Þorsteinn Erlingsson 1893. Mammonsríki Ameríku „Þakkið mein og megin raunir, Mammons-ríki Ameríku! Þakkið slyppir kaupin kröppu, keppni er betri’ en stundarheppni. Hvað er frelsi? — Hjóm og þvaður, hjörinn þinn nema sigurinn vinni! Þrcelajörð þér veröldin verður, verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan. Fá mér tind af Garðarsgrundu — guðastól á sjónar hóli! Sjá, ég eygi alla vegu ógnar-land, fœ glóð í anda! Vei þér fjöldi villtrar aldar: veldisorð hér liggur í storðu! Sæk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli!" Matthías Jochumsson. „Bragar-bót". 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.