Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 28
hélzt sem opinber og yfirlýst stefna Banda- ríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku allt til 1933. Opinberlega hefur hún í meginat- riðum haldist við lýði allt fram á þennan dag, þótt bandarískir ráðamenn hafi ekki viljað gangast við því. En viðleitni beggja, Roose- velts yngra og Kennedys, fólst einmitt fyrst og fremst í því að reyna að þvo hendur Bandaríkjanna frammi fyrir ríkjum Róm- önsku Ameríku og alls heimsins af smán hinnar grímulausu ofbeldisstefnu. Og margt bendir raunar til þess að báðir hafi raunveru- lega og af einlægni viljað hefta yfirgang landa sinna og koma á eðlilegum samskipt- um við nágrannaríkin fyrir sunnan. Vopnaðri íhlutun var beitt í nær öllum löndum Miðameríku á árunum milli 1904 og 1933. Árið 1905 hótuðu ýmis Evrópuríki, einkum Þýzkaland, að innheimta skuldir sín- ar hjá Dóminikanska lýðveldinu með vopna- valdi. Bandaríkin skárust í leikinn og tóku skuldauppgjörið og fjármál ríkisins í sínar hendur. Þessi afskipti leiddu til stjórnmála- legs öngþveitis og 1916 gengu landgöngu- sveitir bandaríska flotans á land. Þær stýrðu landinu til 1924 og notuðu tímann til að þjálfa svokallað „þjóðvarðlið" (guardia naci- onal), sem hinn alræmdi blóðhundur Rafael L. Trujillo lét lyfta sér í valdastólinn árið 1930. Hann ríkti sem grímulaus harðstjóri í skjóli Bandaríkjastjórnar þar til hann var myrtur 1961. Dóminikanska lýðveldið nær yfir austur- hluta eyjarinnar Haiti, en á vesturhlutanum er hið sögufræga svertingjalýðveldi Haiti. Ekki fór það heldur varhluta af bandarískri „vernd". I byrjun 20. aldar urðu hin hefð- bundnu frönsku ítök á Haiti að lúta í lægra haldi fyrir bandarískum áhrifum. Af þessum átökum leiddi þvílíka pólitíska ringulreið, að Bandaríkin sáu sig „knúin til að beita alþjóð- legu lögregluvaldi" árið 1915. Hernám Haiti stóð yfir í nítján ár. Miðameríska lýðveldið Nicaragua var þeg- ar um aldamótin orð:ð ein arðbærasta hjá- leiga United-Fruit-auðhringsins. Þar steig flotinn á land árið 1912 og hélt uppi „röð og reglu" allt til 1933. Á þeim tíma hafði verið komið á fót vel þjálfaðri guardia naci- onal og yfirmaður hennar, Anastasia Somoza, 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.