Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 28

Réttur - 01.01.1968, Page 28
hélzt sem opinber og yfirlýst stefna Banda- ríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku allt til 1933. Opinberlega hefur hún í meginat- riðum haldist við lýði allt fram á þennan dag, þótt bandarískir ráðamenn hafi ekki viljað gangast við því. En viðleitni beggja, Roose- velts yngra og Kennedys, fólst einmitt fyrst og fremst í því að reyna að þvo hendur Bandaríkjanna frammi fyrir ríkjum Róm- önsku Ameríku og alls heimsins af smán hinnar grímulausu ofbeldisstefnu. Og margt bendir raunar til þess að báðir hafi raunveru- lega og af einlægni viljað hefta yfirgang landa sinna og koma á eðlilegum samskipt- um við nágrannaríkin fyrir sunnan. Vopnaðri íhlutun var beitt í nær öllum löndum Miðameríku á árunum milli 1904 og 1933. Árið 1905 hótuðu ýmis Evrópuríki, einkum Þýzkaland, að innheimta skuldir sín- ar hjá Dóminikanska lýðveldinu með vopna- valdi. Bandaríkin skárust í leikinn og tóku skuldauppgjörið og fjármál ríkisins í sínar hendur. Þessi afskipti leiddu til stjórnmála- legs öngþveitis og 1916 gengu landgöngu- sveitir bandaríska flotans á land. Þær stýrðu landinu til 1924 og notuðu tímann til að þjálfa svokallað „þjóðvarðlið" (guardia naci- onal), sem hinn alræmdi blóðhundur Rafael L. Trujillo lét lyfta sér í valdastólinn árið 1930. Hann ríkti sem grímulaus harðstjóri í skjóli Bandaríkjastjórnar þar til hann var myrtur 1961. Dóminikanska lýðveldið nær yfir austur- hluta eyjarinnar Haiti, en á vesturhlutanum er hið sögufræga svertingjalýðveldi Haiti. Ekki fór það heldur varhluta af bandarískri „vernd". I byrjun 20. aldar urðu hin hefð- bundnu frönsku ítök á Haiti að lúta í lægra haldi fyrir bandarískum áhrifum. Af þessum átökum leiddi þvílíka pólitíska ringulreið, að Bandaríkin sáu sig „knúin til að beita alþjóð- legu lögregluvaldi" árið 1915. Hernám Haiti stóð yfir í nítján ár. Miðameríska lýðveldið Nicaragua var þeg- ar um aldamótin orð:ð ein arðbærasta hjá- leiga United-Fruit-auðhringsins. Þar steig flotinn á land árið 1912 og hélt uppi „röð og reglu" allt til 1933. Á þeim tíma hafði verið komið á fót vel þjálfaðri guardia naci- onal og yfirmaður hennar, Anastasia Somoza, 28

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.