Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 58

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 58
áttað sig til fulls á gildi þeirra raka, — en það kann visulega að taka nokkurn tíma að vekja han til meðvitundar um þau. Nokkur þessara raka eru eftirfarandi: VERÖLD Á BARMI KJARNORKU- STYRJALDAR 1. — Auðmannastétt Bandaríkjanna, for- ystustétt auðvaldsheimsins, getur hvenær sem er sprengt heiminn í loft upp, tortímt verka- lýðnum og mannkyni öllu, ef hún er eigi svipt völdunum. Mannkynið stendur á gjár- barmi eyðileggingarhyldýpis, meðan það stríðsgróðavald ræður ríkjum, sem unnið get- ur voðaverk á veröldinni hvenær sem er. Við munum vitstola hermálaráðherra USA, Forr- estal, — við sáum hve nærri Goldwater komst forsetavaldi, — við munum Kúbu- kreppu 1962, — við grunum C.I.A. um hvert hryðjuverk eftir annað til að láta heims- drottnunardraum bandarísks auðvalds ræt- ast, jafnvel þó teflt sé á tæpasta vað og heims- styrjöld geti hlotizt af þá og þegar. Við vimm að vart mundi C.I.A. hika við for- setamorð síns eigin lands, til að ryðja of- stækisöflunum braut. — Og við sjáum morð- æðið hjá þessu hervaldi í Vietnam og verð- um þessvegna að trúa því til alls ills, ef það bara getur og þorir. — Verkalýðurinn þarf að taka völdin af auðmannastétt Banda- ríkjanna, til þess að tryggja líf sitt og ann- arra á jörðunni. Hann hefur máttinn til þess, strax og augu hans opnast fyrir nauðsyninni. Og í þessu máli lífs eða dauða á verkalýður- inn þorra menntamanna, ekki sízt stúdenta, að virkum bandamönnum og fjölda annars fólks. EFNAHAGSLEG ÖSTJÓRN 2. — Auðmannastétt heims — eða rétt- ara sagt mestu og framsýnustu efnahagssér- fræðingar hennar — hafa vissulega lært mik- ið af marxismanum, einkum skilgreiningu Marx á þróunarlögmálum auðvaldsskipu- lagsins, sérstaklega eftir að heimskreppan skaut allri auðmannastétt jarðar skelk í bringu. I krafti þeirrar þekkingar hefur auð- mannastéttinni tekizt að draga mjög úr „dýpt" hinna reglubundnu kreppna, komast furðu fljótt út úr öldudölunum og jafnframt hefur auðmannastéttinni skilist að skynsam- legt sé að draga úr þjóðfélagslegum afleið- ingum þeirra með ýmsum félagslegum um- bótum (atvinnuleysistryggingum o.s.frv.). En þrátt fyrir þetta, fer því fjarri að auð- valdið hafi náð tökum á þróun efnahags- lífsins. Það eru margs konar hagsmunaárekstr- ar innan auðmannastéttar heims út af beit- ingu aðferðanna, til að reyna að bjarga. Tök- um aðeins dæmið af heimskreppu dollarsins nú. Orsök hennar er þessi: Bandaríkin hafa í krafti pólitískrar drottn- unar sinnar eftir stríð knúð það fram að doll- arinn er viðurkenndur sem heimsmynt, jafn- gildi gulls, og raunverulega skráður á miklu hærra gengi en kaupgildi hans er. I krafti rangrar gengisskráningar kaupa bandarískir auðmenn fyrirtæki Vestur-Evrópu fyrir rúm- lega hálfvirði og bandarískir ferðamenn vör- ur og þjónustu í Evrópu fyrir hálfu lægra verð en heima. Fjármálastjórn Bandaríkj- anna getur með útgáfu dollaraseðla gefið á- vísanir á eignir annarra þjóða. Þetta er allt- saman skipulagt rán — í rauninni. Þegar svo óstjórnin á fjármálum Bandaríkjanna er slík sem Víetnamstríðið ber vott um, rísa æ fleiri gegn því að láta Bandaríkjastjórn gefa ávísanir á eignir sínar og við bætast svo 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.