Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 66

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 66
Úr ræðu Finn Gustavsen, þingmanns norska SF- flokksins, í Stórþinginu 14. marz 1967: „Að mínum dómi er Vietnam að- eins brot af stærri mynd. Höfuðein- kennin eru — eins og fjölmargir benda nú á — að Bandaríkin hafa útnefnt sig sem lögreglu til að gæta hagsmuna sinna og til að tryggja 6- breytt ástand (status auo) í hinum fátæka hluta heims. Bandaríkin grípa inn í pólitíska-, efnahagslega og hernaðarlega um allan heim til að ákvarða hvernig stjórnmálaþróunin á að vera um allan heim. Til að rétt- læta þetta segjast þeir framkvæma þetta í nafni frelsisins og andkomm- únismans'*. „Ég hef lagt áherzlu á hve Banda- ríkin hafa yfir miklum auðæfum að ráða. Þau eru lang ríkasta land heims. Maður skyldi ætla að þetta land gæti þá boðið upp á mannsæm- andi lífskjör — já jafnvel luxuslíf — fyrir hina 200 milljón íbúa landsins. En síðan lýsir Kennedy forseti yfir að nú verði fólk að fara að hugsa um hinn gleymda fimmta hluta bandarísku þjóðarinnar er býr við sultarkjör. Og síðan fær maður að hlusta á Johnson forseta ræða um „stríðið gegn fátæktinni**, og er þá átt við 20—25% bandarísku þjóðar- innar. Hvað segir þetta okkur ekki um Bandaríkin. Er þetta fyrirmynd fyrir okkur. Eigum við að hafa það svona í Noregi.“ „Ég álít að síðan viö gengum í NATO og síðan við árið 1952 hófum að styðja nýlenduhernaðinn í Viet- nam og þar til í dag hafi Noregur svikið. Við höfum viðhaldið hollustu við Bandaríkin, við höfum í vaxandi mæli beygt okkur og tengst meir hernaðarneti þeirra. Og í okkar heimshluta erum við herstöð fyrir Bandaríkin. Við höfum svikið hina fátæku íbúa heimsins, hvers aðal- andstæðingur er hin auðugu og voldugu Bandaríki Norður-Ameríku“. Og þetta óréttlæti og þessar þjáning- ar halda áfram þar til mótspyrna í orði og verki vaknar. Það er þolin- mæði hinna kúguðu, sem ákvarðar hve langt harðstjórinn getur gengið.“ Bandaríski ncgrinn, Frederick Dourlas, 1857. Spellman: Er kaþólski erkibiskupinn í New York, Spellman, kom til Saigon um jólaleytið 1966, sagði hann um banda- rísku hermennina í Vietnam. „Her- menn Jesú Krists í krossferð gegn kommúnismanum, í baráttu fyrir til- veru hins frjálsa heims.“ Fátæktin í USA „Hinir fátæku í Bandaríkjunum eru 34,1 milljónir. Flestir þeirra eru börn (15 milljónir) og gamalmenni (5,3 milljónir). Helmingur hinna fá- tæku búa í suðurríkjunum. Fátækt- in kemur niður á 40% þeirra sem ekki eru hvítir, 40% bænda og 50% þar sem kona stendur fyrir heimil- inu, eftir skilnað eða dauða eigin- mannsins. Þessi fátækasti hluti þjóð- arinnar ræður yfir 4,7% af eignatekj- unum, en hinn voldugasti fimmti hluti ræður yfir 45.5% .... Þúsundir deyja á hverju ári úr vannæringu og fjöldi hinna fátæku lifir á mörkum hungurdauðans. Flestir búa í ömurlegum og þröng- um húsakynnum.** Bandaríska vikuritið TIME 1. okt. 1965. Glæpir í USA Johnson Bandaríkjaforseti skipaði nefnd árið 1968 til að kanna glæpa- ástandið í Bandaríkjunum. Nefndin komst m.a. að eftirfarandi staðreynd- um: 43% íbúa Bandaríkjanna þorir ekki að fara út á kvöldin af ótta við að verða slegnir niður. 35% tók ekki „sjansinn" á að tala við ókunnuga. 20% vildi flytja úr sínu íbúðar- hverfi þar sem glæpir höfðu aukizt 1 hverfinu. Þrír miljarðar dollara fara forgörð- um á ári, vegna skemmda á einka- eignum.“ Harðstjórn „Valdhafarnir láta aldrei undan nema þeir séu þvingaöir til þess. Þeir hafa aldrei gert þaö og munu aldrei gera það. Ein þjóð verður að þola eins mikið óréttlæti og þjáning- ar eins og hún getur fundið sig í. Okkar málefni „Það er ekki einungis framtíð Vietnam, sem barizt er um í Hanoi, i skógunum eða á hrísgrjónaekrun- um, heldur um framtíð okkar. Styrj- öldin snertir alla menningu okkar, en ekki á þann hátt er Bandaríkja- menn vilja vera láta í áróðri sínum. Sigur Bandaríkjanna væri sigur vald- beitingarinnar yfir rétti þjóöanna til að ákvarða framtíð sína sjálfar. Þar með væri allri vestrænni hugmynda- fræði afneitað. Ho Chi Minh og her- menn Viet Cong berjast ekki einung- is fyrir sig sjálfa, heldur okkur einn- ig. Málefni þeirra er okkar málefni.“ Nouvellc Observateur 28. des. 1966. Þjóðarframleiðslan Yfirlit Alþjóðabankans yfir brutto þjóðarframleiðslu á hvern íbúa. (Reiknað í bandarískum dollurum samið 11. nóv. 1966): Bandaríkin 3020 Noregur 1520 890 660 530 510 3& 340 290 270 220 210 210 210 120 90 70 .).... 60 60 40 Arðrán Fólksfjölgun er mikil í rómönsku Ameríku, en fólk lifir stutt og börn- in hrynja niður; sumstaðar er barnadauðinn um 30 af hundraði. Á þessu svæði deyja úr hungri eða úr læknanlegum sjúkdómum fyrir aldur fram fjórir menn á mínútu hverri, um 5000 á dag, um 2 miljónir á ári. Frá 1947—62 hefur þetta mannfall tortímt tvöfalt fleira fólki, en féll í heimsstyrjöldinni fyrri. Á sama tíma 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.