Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 2
HEIMSVALDASTEFNAN -
HIN NtJA OG
HIN GAMLA
r ÞESSARI GREIN BENDIR LOFTUR GUTTORMSSON
Á HÖFUÐDRÆTTI HEIMSVALDASTEFNUNNAR FYR-
IR 1914. HANN LÝSIR OG SÉRKENNUM BANDA-
RlSKRAR HEIMSVALDASTEFNU EINKUM Á TlMUM
KALDA STRlÐSINS, OG TILRAUNUM ÞEIRRA TIL AÐ
TRYGGJA „PAX AMERICANA" Þ. E. FRIÐ TIL ARÐ-
RÁNS.
Skýrgreining Lenins.
Lenín tók sér ekki fyrir hendur að finna
hin sameiginlegu einkenni sem kunna að
hafa mótað útþenslustefnu stórveldanna á
hinum ýmsu skeiðum sögunnar. Hann ein-
beitti sér að því að draga fram auðkenni þess
sem hann kallaði efsta stig auðvaldskerfisins.
Heimsvaldastefnan, þetta fræðilega hugtak,
endurspeglaði að hans dómi fjögur einkenni
er greindu síðasta þróunarstig kapítalismans
frá því sem á undan var gengið og heims-
kreppan 1873 batt enda á. Þessi fjögur auð-
kenni voru:
1. Samþjöppun framleiðslunnar í einokunar-
samtök auðvaldsins, — samsteypur, sölu-
samlög og hringa, — samþjöppun sem
batt enda á hið frjálsa samkeppnisform,
eins og það gerðist um miðja 19. öld.
2. Einokunin hefur sölsað undir sig veiga-
mesm hráefnalindirnar, einkanlega í þágu
undirstöðuiðnaðar auðvaldsþjóðfélagsins.
3. Einokun hefur þróazt í bönkunum. Þeir
hafa vaxið úr lítilþægum miðlurum í ein-
okara fésýsluauðmagnsins. Bankafjár-
magn og iðnaðarfjármagn hafa runnið
saman og myndað fjármálafáveldi.
2