Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 69

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 69
Do Xuan Hop, dr. med. og prófess- or við læknaháskólann í Hanoi, ritar um napalm- og fosfór-sprengjur. Vís- indaakademían franska hefur sæmt prófessorinn Testut-verðlaununum. J. B. Ncilands, dr. philo. og próf- essor í lífefnafræði (biokemi) við Californíu-háskólann í Berkley, ritar um napalm-b. Neilands er heims- frægur vísindamaður, sérfræðingur um þessi efni. Victor Perlo, bandarískur hagfræð- ingur, ritar greinina „Kaupmenn dauðans: Fjármálavald og napalm.“ John Takman ritar um „Þjóðar- morð í Vietnam og Laos.“ Phyllis Patterson, bandaríska kona, sem áður var kennslukona við barna- garða og barnaleikhús, en starfar nú að ritstörfum, skrifar grein, er nefn- ist: „Baráttan gegn þjóðarmorðsiðn- aðinum í Redwood City“. — Redwood City við San Francisco-flóann er orð- in miðstöð napalm-framleiðslunnar og Phyllis segir hér frá baráttu al- mennings í borginni gegn þessu ben- zíneitri, sem brennir fólk lifandi, — gegn þvi að auðfélögin í efna- og olíuiðnaðinum fái að framleiða það þarna og setja álíka brennimark á bæ þeirra eins og á Buchenwald eða Auswitz. A. J. Poltorak og L. I. Savinskij, tveir sovézkir lögfræðingar, hinn fyrrnefndi var sérfræðingur við Niirnberg-réttarhöldin, skrifa grein um „fjöldamorðsvopnin og þjóðar- réttinn.*' John Takman skrifar „frásögn frá þorpinu Liep Mai,“ um hvað gerðist þar í marz 1967. Peter Weiss, hið fræga leikrita— skáld og rithöfundur ritar greinina „Vietnam!“, sterka áskorun til al- þýðu og almenningsálitsins að rísa upp gegn múgmorðum Bandaríkja- hers í Vietnam. Þá eru prentuð mikil fylgiskjöl um stríð og þjóðarétt. Þetta er bók, sem á erindi til allra, er láta sig varða hvað er að gerast í heiminum, — og ekki sízt til okkar íslendinga „bandamanna" morðingj- anna, sem erum búnir að setja land vort undir „vernd“ þeirra. Bókin er 192 síður og kostar 14 norskar krón- ur. Þessi „vasaútgáfa,“ — Elan-bæk- urnar, virðist ætla að verða mjög vin- sæl. Margar myndir frá ógnum þeim, sem Bandaríkjamenn hafa valdið Vietnam-búum eru í bókinni. World Marxist Review. 11. árg. 1. hefti. Prag 1968. í þessu er ritað um undirbúning ráðstefnu ýmissa kommúnistaflokka og annarra verklýðsflokka. Ennfrem- ur eru þarna greinar um öngþveiti það, sem Bandaríkjaher nú er kom- inn í í Vietnam, — það er J. Prazsky, sem ritar, — svo og grein um fall pundsins. A1 Bustani ritar um hið nýja lýðveldi Suður-Jemen og þann ósigur, er nýlendukúgararnir biðu þar. Þá koma ýmsar greinar, er fjalla um nýsköpun efnahagslífsins í lönd- um sósíalismans, einkum í Þýzka al- þýðulýðveldinu og Búlgaríu. En ýtarlegust og að mörgu leyti merkilegust er frásögn allmikil um ráðstefnu þá, er haldin var í Prag að tilhlutun ritstjórnar tímaritsins vegna aldarafmælis „Auðmagnsins“ eftir Karl Marx og fimmtíu ára af- mælis „Imperialismans“ eftir Lenin. Er þetta niðurlag frásagnanna frá þessum fundi um þróun kapítalism- ans. Voru þarna mættir hagfræðingar ag stjórnmálamenn frá mörgum marxistiskum flokkum og voru um- ræður góðar. Meðal kunnra hagfræð- inga var mættur þarna V. Perlo frá Bandaríkjunum, J. Campbell frá Bret- landi og ennfremur var þarna einn Vestur-fslendingur, Emil Bjarnason, frá Vancouver í Kanada, sonur Páls Bjarnasonar, sem lesendum Réttar er kunnur, (sbr. grein um hann í Rétti 1965, bls. 181). Tók Emil mikinn þátt í umræðunum og lagði þar margt gott og fróðlegt til málanna. Hann sýndi fram á hvernig hið þjóðfélags- lega öryggisleysi vex með þróun auð- valdsskipulagsins, tækniframfarirnar valda því að vinnustöðvar og verk- smiðjur hverfa, jafnvel heilar iðnað- armiðstöðvar. Það eru mörg dæmi þess að faglærðum verkamönnum er sagt upp eftir 20 ára starf og ekkert not fyrir vinnu þeirra. Það verður til aftur það „varalið iðnaðarins“, sem Marx ræddi um. í Kanada var á kreppuárunum eftir síðara heims- stríðið um 7% allra verkamanna at- vinnulausir. Lokaorðið á ráðstefnunni hafði J. Franzow, aðalritstjóri tíma- ritsins og dróg saman í stuttu máli niðurstöðurnar. — Allir þeir sem á- huga hafa á að kynna sér þróun auð- valdsskipulagsins ættu að lesa þessar umræður. Ilenri Alicer, hinn frægi rithöfund- ur í Algier, ritar um „borgaralega hugmyndakerfið í þjónustu nýlendu- stefnunnar nýju“. Þá eru ennfremur í heftinu margar greinar um starfsemi ýmissa marx- istiskra flokka og fréttir frá barátt- unni í ýmsum löndum. World Marxist Rcview. 11. árg. 2. hefti. Prag 1968. Ritstjórnargreinin fjallar um und- irbúning ráðstefnunnar í Búdapest. Þá koma greinar um stríðið í Viet- nam, vélabrögð herforingjastjórnar- innar í Grikklandi og fleiri greinar, þ. á m. ritar Duclos, hinn frægi franski kommúnistaleiðtogi um bar- áttu verkalýðsins í auðvaldslöndunum gegn imperíalismanum og Albert Nordcn, hinn snjalli forystumaður Sósíalistaflokksins (SED) í Þýzka al- þýðulýðveldinu (DDR), ágæta grein um árásarstefnu Bonn-stjórnarinnar og hættuna, sem af henni stafar fyrir öryggi Evrópu. Ýtarlegar ritgerðir eru um stétta- baráttuna í rómönsku Ameríku, eink- um um Nikaragua, Haiti, Kolumbíu og Chile. Spáir S. Guillaume, mið- stjórnarmaður í þjóðlega einingar- flokknum í Haiti, að brátt komi til stórátaka í því harðstjórnarlandi. Margar fleiri greinar um ýmis mál eru í heftinu, en Réttur vill sérstak- lega vekja eftirtekt á tveim greinum um vísindalegar rannsóknarstofnanir í anda marxismans á vegum franska Kommúnistaflokksins: Önnur stofnunin: „Marxistiska rannsóknarstofnunin", var stofnuð 1959 og er helguð rannsóknum á hin- um ýmsu sviðum náttúru- og félags- vísinda og hefur sú stofnun einnig gefið út fjölda erinda, sem þar hafa verið haldin, og bóka, sem þar hafa verið undirbúnar, auk þess sem birt hefur verið í vísindalegum tímaritum flokksins („Pensée“, „Nouvelle crit- ique“ og ,,Europe“). Rannsóknimar ná yfir öll möguleg svið: heimspeki, sálfræði, læknisfræði, íþróttir, fagur- fræði, tungumál, Asiu, Afriku, mann- kynssögu o. s. frv. Hin stofnunin er kennd við Maur- ice Thores, hinn látna aðalritara flokksins. Er hún nýstofnuð. Aðal- tilgangur Maurice Thores-stofnunar- innar er rannsókn á sögu frönsku og alþ j óðlegu verklýðshrey f ingarinnar, svo og að rannsaka rit Thores og þróa hugmyndir hans. Formaður stjórnarnefndarinnar er Georges Cogniot. Hann kvað stofnunina vilja vera miðstöð rannsókna og fræðilegs starfs, — opna bæði flokksstarfs- mönnum og t.d. háskólakennurum, er nema og kenna sögu. Gekkst stofnunin nýlega fyrir tveim ráð- ráðstefnum. Önnur var um Alþýðu- fylkinguna 1936, haldin í október 1966. Hin um „októberbyltinguna og Frakkland", haldin í október 1967. Tókust báðar mjög vel. Voru þær eigi aðeins sóttar af fræðimönnum kommúnistaflokka, heldur og frönsk- um sagnfræðingum utan flokksins t.d. prófessor Renouvin við háskólann í Paris. Margar ráðstefnur svipaðs eðlis eru haldnar á tímabilinu frá nóv. 1967 til apríl 1968 og mikil útgáfu- starfsemi í sambandi við þær og all- ar rannsóknir stofnunarinnar. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.