Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 37
Bandaríkjanna að heita má eftir morðið á
Martin Lúther King, eru forboði þess eld-
hafs, sem eitt sinn mun tortíma þessari yfir-
stétt.
Vietnam sýnir að vandamálin, sem taum-
laus drottnunargirni amerískrar auðmanna-
stéttar hefur skapað erlendis, getur hún ekki
leyst.
Algert skilningsleysi og ofstæki þessara
auðþursa gagnvart vandamálum eigin þjóðar,
sýnir að þau vill hún ekki leysa..
Árið 1943 var þessi spurning sett fram hér
í „Rétti":
„A veröldin máske eftir að npplifa það, að
Ford og du Pont traðki álíka á andlegum
arfi Jeffersons og Franklins, eins og Hitler
á kenningum Lessings og Kants, — að þjóð-
frelsi annarra þjóða verði trampað undir jám-
hæli Morgans af herjum úr landi Washing-
tons og amerísku þjóðfrelsisbyltingarinnar,
eins og verkalýðshreyfing Evrópu var sundur-
tcett af böðlunum úr landi Marx og Engels,
— að svartir menn og gulir, máske þeir, sem
ekki eru „innfceddir", og Gyðingar verði
hundeltir og þrcelkaðir í föðurlandi Lincolns,
eins og Gyðingar og ekki-Germanir á cettjörð
Heine og Mendelsohns?"
Við erum að lifa þetta nú. En að einu leyti
er amerísk yfirstétt hættulegri en Hitler. Hún
hefur atómsprengjur nægar til að þurrka út
lífið á jörðinni.
Það eru því síðustu forvöð að völdum
hennar linni, áður en þetta heimsveldi á hel-
vegi leiði heiminn með sér til heljar.
Apríl 1968.
E. O.
Washington apríl ’68.
37
L